Auglýsing

„Fólk er í eðli sínu ekki mikið fyrir að breyta um skoðun“

Snorri Másson ákvað að fara í pólitík nokkrum dögum eftir að stjórnin sprakk.

„Ég held að ég sé bara orðinn einhver örlagasinni. Ég held að hlutirnir gerist bara eins og þeir eiga að gerast. Ég fattaði það ekki fyrr en eftir á að mörgum finnst það mjög skrýtið að hætta í vinnu sem er bara góð vinna, fastráðning og góð laun og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa getað það,“ segir Snorri þegar Frosti spurði hann um þá ákvörðun hans um að hætta á Stöð 2 til að sigla á önnur mið.

„Ég velti líka fyrir mér hvað af þessu er afkomuótti hjá fólki. Þróunin er þannig hjá mörgum sem verða svona skrýtnir póltískt séð eins og ég, að þeir byrja að sjá hluti og það gerðist hjá mér. Maður hefur kannski gleypt við einhverju lengi en svo er bara eitthvað sem brestur hjá manni. Oft eru það lífsaðstæður sem breytast, fólk lendir í áfalli og þá opnast á nýja sýn, því fólk er í eðli sínu ekki mikið fyrir að breyta um skoðun,“ segir Snorri.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing