Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 9% og niður í 8,5%.
Í tilkynningu á vef Seðlabankans kemur fram að verðbólga hafi hjaðnað undanfarið en hún mældist 5,1% í október
Íslandsbanki fysti bankinn til að tilkynna vaxtalækkun.
Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að breytingar verði á vöxtum inn-og útlána hjá bankanum 2.desember. Breytingarnar taka að mestu mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun.
Útlán
- Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,50 prósentustig
- Fastir vextir til 5 ára óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,40 prósentustig
- Fastir vextir til 3ja ára óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig
- Vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,50 prósentustig
- Fastir vextir á verðtryggðum húsnæðislánum hækka um 0,20 prósentustig
- Breytilegir vextir á verðtryggðum húsnæðislánum hækka um 0,30 prósentustig
- Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,5 prósentustig
- Verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,30 prósentustig
- Óverðtryggðir kjörvextir Ergo, vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,50 prósentustig
Innlán
- Vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum lækka um 0,50-0,60 prósentustig
- Vextir á verðtryggðum innlánum hækka um allt að 0,30 prósentustig