Á síðasta tímabili sínu við stjórnvölin hjá Manchester United gaf Sir Alex Ferguson hinum unga Marnick Vermijl frumraun sína hjá United en í dag spilar Belginn spilar nú í þriðju deild í heimalandi.
Marnick Vermijl fékk frumraun sína hjá Manchester United á síðasta ári Sir Alex Ferguson á en í dag vinnur hann sem póstberi.
Belginn byrjaði í varnarlínu liðsins ásamt þeim Michael Keane og Scott Wootton þegar Rauðu djöflarnir sigruðu Newcastle 2-1 í Carabao bikarnum. Þetta var annar af tveimur leikjum sem Vermijl spilaði fyrir Rauðir djöflar.
Seinni leikurinn var í hinu „fræga“4-0 tapi gegn MK Dons í sömu keppni tæpum tveimur árum síðar þegar Louis van Gaal stjórnaði liðinu.
Í dag spilar Marnick fyrir belgíska félagið K.V.V. Thes Sport Tessenderlo, sem spilar í þriðju deild belgíska fótboltans þar sem þessi 32 ára gamli leikmaður þarf að sinna tveimur störfum . Vermijl sér þó ekki eftir atvinnumennskunni.
Hann sagði : „Ég var orðinn leiður á atvinnufótbolta. Þú ert of bundinn og háður æfingunum. Að finna ánægjuna var líka stór þáttur. Sem póstberi þarf ég að fara á fætur klukkan fjögur, en er komin heim um hádegisbil og get sótt börnin í skólann á hverjum degi. Það er lúxus.“
Á milli þessa tveggja leikja sinna fyrir Manchester-liðið eyddi þessi fjölhæfði varnarmaður tíma á láni hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen. Hann yfirgaf Old Trafford að lokum þegar hann fór til Yorkshire til að skrifaði undir smaning við Sheffield Wednesday.
Hann átti erfitt með fóta sig á Hillsborough og var lánaður til Preston North End þar sem hann endaði á því að fá þar samning og flutti hann svo varanlega til Preston 12 mánuðum síðar. Vermijl var hjá Preston í þrjú ár áður en hann skrifaði svo undir samnings við Scunthorpe þar sem hann spilaði í stuttan tíma.
Á endanum fór hann frá Englandi og spilaði með hollenska félaginu MVV Maastricht, sem hann hafði áður eytt tíma á láni hjá, og fékk hann samning hjá þeim í júní 2019.
Í júlí 2020 flutti Vermijl á sitt núverandi heimili þar sem hann spilar með K.V.V. Thes Sport. Í þriðju deildinni nær hann að tengja saman hið daglega venjulega líf sem hann alltaf þráði með knattspyrunni sem hann enn elskar að spila.