Auglýsing

Þúsundir Íslendinga kjósa utan kjörstaðar á Spáni – Myndir

Það var margmenni á Piscina bar á Orihuela Costa svæðinu á Spáni þegar Íslendingar sem búsettir eru erlendis (og sumir sem voru einfaldlega í fríi) mættu til að kjósa í alþingiskosningunum.

Það var félag húseigenda á Spáni sem sá um framkvæmdina og var fagmannlega að verki staðið.

Blaðamaður var staddur í röðinni og tók nokkrar myndir en löng röð var á hverjum tíma þar sem mikill fjöldi Íslendinga býr á svæðinu.

Á þeim þremur dögum sem kosningin stóð yfir er áætlað að þúsundir Íslendingar hafi kosið og verður atkvæðunum komið til Íslands tímanlega.

Góð stemmning var í röðinni þrátt fyrir að sumir hafi líklega vanmetið biðina í langri röð sem myndast hafði og mættu hugsanlega full mikið klæddir og voru nokkrir farnir að kvarta yfir hita.

Aðrir ákváðu að skella sér á barinn meðan beðið var og mátti sjá hópa sem létu einn óheppinn einstakling bíða í röðinni meðan hinir svöluðu þorstanum á barnum.

Þeir sem þurftu á sérstakri aðstoð að halda var boðið að fara fram fyrir röðina og tóku allir vel í það og enginn maldaði í móinn enda hægt að nýta tímann á barnum enn frekar.

Allt gekk vel fyrir sig

Félag húseigenda á Spáni sá einnig um að stytta biðröð eins og hægt var með því að útdeila bæði pennum og þeim eyðublöðum sem þurfti að fylla út til allra sem voru í röðinni svo allir gætu verið tilbúnir þegar röðin kæmi að þeim.

Aðspurðir hvað þeir hefðu kosið sögðust flestir einfaldlega hafa kosið rétt og það er því ljóst að ef þeir sem staddir eru á Íslandi kusu á sama veg munu Íslendingar fá rétta stjórn þegar talið verður upp úr kjörkössunum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem blaðamaður tók á svæðinu en þegar mest var voru hundruðir í röðinni því allir vilja leggja sitt af mörkum í næstu kosningum.

Röðin náði vel út fyrir kosningasvæðið

Fólk var þolinmótt og andinn góður

Góð stemmning var á svæðinu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing