Auglýsing

Samfylkingin sakar Sigmund Davíð um lygar en eyðir svo ummælunum – Skjáskot

Óhætt er að segja að eitt heitasta mál undanfarna daga sé heimsókn Sigmundar Davíðs og Miðflokksmanna í Verkmenntaskólann á Akureyri.

Tvennum sögum fer af því hvað gerst hafi í þessari heimsókn og ganga ásakanir manna á milli um hvað sé satt og hvað sé logið.

Sigmundur Davíð setti nýlega inn færslu þar sem hann sakar „Samfylkingarskólastjórann í VMA“, eins og hann kallar hana, um fullkomna þvælu, bullfréttir og að búa til sögu sem stöðugt breytist enda hafi skólastjórinn ekki verið á staðnum þegar atvikið umdeilda átti sér stað.

Hann segir einnig að frásögn skólastjórans sé augljóslega sett fram í pólitískum tilgangi til að koma höggi á Miðflokkinn.

Mörg ummæli á síðu Sigmundar lýsa yfir stuðningi við hann og hans málflutning meðan önnur segja hann fara með fleipur og ekki segja allan sannleikann í málinu.

Þeim ummælum sem mögulega eru þó athyglisverðust undir færslunni var eytt en það var Samfylkingin í Norðausturkjördæmi sem setti þau við færsluna.

Samfylkingin sakar Sigmynd um lygar

Ummælin sem um ræðir eru „tugir urðu vitni, gengur ekki að ljúga sig frá þessu“ og þeim fylgir svo hláturstjákn og má sjá þau í skjáskoti hér fyrir neðan.

Hér má sjá skjáskot Samfylkingarinnar

Þessum ummæli voru sett undir önnur þar sem skólastjórinn er sakaður um lygar í pólitískum tilgangi en hefur síðan verið eytt.

Einn spyr hvort Samfylkingin sé með „einhvern 5 ára“ að skrifa á Facebook fyrir flokkinn en annar sakar flokkinn um hugleysi fyrir að eyða ummælunum.

Hvað sem satt er eða logið í þessari deilu þá eru þessi ummæli engu að síður athyglisverð komandi frá opinberri síðu flokksins og ekki síður að þau hafi séð tilefni til að eyða þeim en færslu Sigmundar í heild sinni er hægt að sjá fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing