Auglýsing

Conor McGregor sakfelldur fyrir nauðgun

Bardagamaðurinn Conor McGregor var sakfelldur fyrir grófa líkamsárás og nauðgun nú stuttu fyrir helgina en um er að ræða einkamál sem Nikita Hand höfðaði gegn honum.

Þar sem ekki er um að ræða sakamál er ekki hægt að dæma McGregor til fangelsisvistar.

Nútíminn fjallaði um ýmis mál Conors fyrr í sumar og var þetta mál þar á meðal en vegna tíma sem það tók í kerfinu var það orðið fyrnt til ákæru sem sakamál og þurfti þess vegna að höfða einkamál gegn McGregor.

UFC bardagamaðurinn Conor McGregor sakaður um hrottalega nauðgun – Skilur eftir sig slóð ofbeldisbrota og ásakana

Nikita Hand vann málið og fékk dæmd 206 þúsund pund í skaðabætur en það samsvara um 36 milljónum íslenskra króna.

Málið er afar ógeðfellt en sannanirnar gegn McGregor voru yfirþyrmandi en um var að ræða frásögn vitna, myndbandsupptökur og lífssýni.

Upphaflega neitaði McGregor allri sök en breytti síðar vitnisburði sínum og sagði að kynlífið hafi verið með samþykki beggja aðila.

Nútíminn birti lýsingu á verknaðinum en Hand var öll blá og marin mörgum dögum seinna og einnig þurfti að fjarlægja túrtappa úr henni með skurðaðgerð eftir árás McGregors.

McGregor segist ætla að áfrýja ákvörðuninni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing