Auglýsing

Uppspretta flestra samsæriskenninga – Hversu mörg nöfn þekkir þú þarna?

Samsæriskenningar eru vinsælt umræðuefni þessa dagana, ekki síst stuttu eftir kosningar í Bandaríkjunum og kenningar um Project 25 eru háværar hjá andstæðingum Trump.

Eftir að Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, lýsti yfir að landið hygðist byrja samstarf við fyrirtækið Blackrock fóru svokallaðir samsæriskenningasmiðir á fullt með hinar ýmsu kenningar.

Blackrock ásamt Vanguard, kemur oftar fyrir en önnur nöfn þegar slíkar kenningar eru ræddar og hefur Nútíminn gert smá samantekt á þessum tveimur fyrirtækjum og þeim staðreyndum sem liggja fyrir.

Blackrock

Blackrock er alþjóðlegt fjárfestingafyrirtæki sem stofnað var 1988 af Larry Fink, Susan Wagner og Robert S. Kapito og eru eignir fyrirtækisins metnar á 11.5 billjónir dollara.

Fyrirtækið hefur verið mikið á milli tannanna á „samsæriskenningasmiðum“ og var meðal annars gerð stuttmyndin „Fyrirtækið sem á heiminn“ (The company that owns the world) um Blackrock.

Blackrock er á hlutabréfamarkaði og þvði hægt að skoða helstu eigendur fyrirtækisins en þeir helstu eru, sakmvæmt Wallstreetzen.com:

Fengið af Wallstreetzen.com

Þess skal geta að Merrill Lynch er eign fyrirtækisins Bank of America sem þrátt fyrir nafnið er ekki eign bandaríkjastjórnar heldur fyrirtæki sem er á hlutabréfamarkaði og eiga bæði Blackrock og Vanguard um 5-7 prósent í fyrirtækinu, svo að eignarhald þessara fyrirtækja er mikið samofinn vefur sem erfitt er að rekja upp.

Eignarhald Bank of America

Vanguard Group

Vanguard Group er fyrirtæki sem stofnað var árið 1975 af John C. Bogle sem hefur verið stór áhrifavaldur í fjármála kerfi heimsins og stofnaði meðal annars fyrsta sameiginlega sjóð sem var opinn fyrir fjárfestingum almennings.

Vanguard Group er metið á um 9.9 billjónir dollara en mjög erfitt er að skoða eignarhald á fyrirtækinu þar sem það er ekki á opinberum markaði heldur er eignarhaldi þess dreift yfir marga sjóði sem næstum ómögulegt er að rekja eignarhald á.

Þó eru nokkur nöfn sem eiga stóran hlut í báðum fyrirtækjum og ljóst að þessi tvö fyrirtæki eru samofin og fjárfesta að miklu leyti í sömu fyrirtækjum.

Fyrirtækin sem eiga heiminn?

Ef eignir þessara tveggja fyrirtækja er skoðað koma mörg kunnugleg nöfn við sögu en hér eru 30 einstöku verðmætustu hlutabréf beggja en þarna koma eingöngu fram hlutir sem metnir eru á meira en 15 milljarða dollara.

Heimildir eru fengnar af síðu Bandaríska fjármálaeftirlitsins.

  1. Apple Inc. (AAPL)
  2. Microsoft Corp. (MSFT)
  3. Amazon.com Inc. (AMZN)
  4. Nvidia Corp. (NVDA)
  5. Alphabet Inc. (GOOGL)
  6. Alphabet Inc. (GOOG)
  7. Meta Platforms Inc. (META)
  8. Tesla Inc. (TSLA)
  9. Berkshire Hathaway (BRK.B)
  10. UnitedHealth Group (UNH)
  11. Johnson & Johnson (JNJ)
  12. Procter & Gamble Co. (PG)
  13. Visa Inc. (V)
  14. Mastercard Inc. (MA)
  15. Home Depot Inc. (HD)
  16. Eli Lilly and Co. (LLY)
  17. Merck & Co. (MRK)
  18. AbbVie Inc. (ABBV)
  19. Chevron Corp. (CVX)
  20. PepsiCo Inc. (PEP)
  21. Coca-Cola Co. (KO)
  22. Broadcom Inc. (AVGO)
  23. Intel Corp. (INTC)
  24. Pfizer Inc. (PFE)
  25. AT&T Inc. (T)
  26. Walmart Inc. (WMT)
  27. Cisco Systems Inc. (CSCO)
  28. Abbott Laboratories (ABT)
  29. Johnson Controls (JCI)
  30. Verizon Communications (VZ)

 

Glöggir lesendur kannast eflaust vel við mörg nöfnin á þessum lista en hann er þó alls ekki tæmandi því bæði eiga einnig hluti í stærstu fréttaveitum heims og hafa verið sakaðar um að nýta sér það til að stýra umfjöllun.

Fréttaveitur í þeirra eigu

Hvort slíkar ásakanir séu sannar skal ekki ákveðið hér en hægt er að sjá fyrir neðan eignarhlut beggja í stærstu fréttaveitum heims.

1. Comcast Corporation
• Hlutur BlackRock : uþb. 6.1%
• Hlutur Vanguard : uþb. 8.1%
• Helstu fréttastöðvar í eigu fyrirtækis:
◦ NBC News
◦ MSNBC
◦ CNBC
◦ Sky News

2. The Walt Disney Company
• Hlutur BlackRock : uþb. 6.4%
• Hlutur Vanguard : uþb. 7.5%
• Helstu fréttastöðvar í eigu fyrirtækis:
◦ ABC News
◦ ESPN
◦ National Geographic

3. Fox Corporation
• Hlutur BlackRock : uþb. 4.1%
• Hlutur Vanguard : uþb. 7.0%
• Helstu fréttastöðvar í eigu fyrirtækis:
◦ Fox News
◦ Fox Business

4. ViacomCBS (Paramount Global)
• Hlutur BlackRock : uþb. 4.8%
• Hlutur Vanguard : uþb. 10.3%
•Helstu fréttastöðvar í eigu fyrirtækis:
◦ CBS News
◦ CBSN (CBS News Streaming Network)

5. News Corp
• Hlutur BlackRock : uþb. 1.5%
• Hlutur Vanguard : uþb. 1.4%
• Helstu fréttastöðvar í eigu fyrirtækis:
◦ The Wall Street Journal
◦ New York Post
◦ The Times (UK)

6. Warner Bros. Discovery
• Hlutur BlackRock : uþb. 4.4%
• Hlutur Vanguard : uþb. 8.0%
• Helstu fréttastöðvar í eigu fyrirtækis:
◦ CNN
◦ HLN

7. Thomson Reuters Corporation
• Hlutur BlackRock : uþb. 3.2%
• Hlutur Vanguard : uþb. 4.0%
• Helstu fréttastöðvar í eigu fyrirtækis:
◦ Reuters News Agency

8. Sony Group Corporation (Sony Pictures)
• Hlutur BlackRock : uþb. 5.0%
• Hlutur Vanguard : uþb. 6.2%
• Helstu fréttastöðvar í eigu fyrirtækis:
◦ Sony News Channels (regional partnerships globally)

9. The New York Times Company
• Hlutur BlackRock : uþb. 6.9%
• Hlutur Vanguard : uþb. 8.3%
• Helstu fréttastöðvar í eigu fyrirtækis:
◦ The New York Times

10. Sinclair Broadcast Group
• Hlutur BlackRock : uþb. 3.5%
• Hlutur Vanguard : uþb. 5.6%
• Helstu fréttastöðvar í eigu fyrirtækis:
◦ Local News Channels (193 stations across the U.S.)
◦ Regional Sports Networks

Stríðið í Úkraínu

Auk þessa risa eignarhalds í fréttaveitum heimsins hefur Blackrock einnig verið falið að stýra enduruppbyggingu í Úkraínu eftir stríð.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu staðfesti í desember 2022 að fyrirtækið myndi stýra uppbyggingu landsins eftir stríð og fagnaði komu þeirra.

Það eru þó alls ekki allir sem eru sáttir við aðkomu fjármálarisans að verkefninu því margir hafa bent á spurningar sem gætu talist siðferðislegs eðlis um hvort rétt sé að fjármálaöfl hagnist á stríði á þennan hátt en talið er að þóknun fyrirtækisins aukist eftir þvi sem eyðileggingin er meiri.

Tilvonandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Robert F. Kennedy. jr. hefur til dæmis fjallað sérstaklega um aðkomu Blackrock að uppbyggingu Úkraínu og hvernig sú aðkoma stenst engin siðferðisviðmið.

Það sem setur svo enn stærri spurningamerki við hagnað fyrirtækisins á stríðinu er að þeira eru einnig meðal stærstu hluthafa í stærstu vopnaframleiðendum heims sem hagnast óhugnanlega á stríðinu og græða einnig meira eftir því sem það dregst á langinn.

1. Lockheed Martin Corporation (LMT)

Hlutur BlackRock : uþb. 6.8%
Hlutur Vanguard : uþb. 9.04%

2. Raytheon Technologies Corporation (RTX)

Hlutur BlackRock : uþb. 7.79%
Hlutur Vanguard : uþb. 9.04%

3. Boeing Company (BA)

Hlutur BlackRock : uþb. 7.79%
Hlutur Vanguard : uþb. 9.04%

4. Northrop Grumman Corporation (NOC)

Hlutur BlackRock : uþb. 6.3%
Hlutur Vanguard : uþb. 9.04%

5. General Dynamics Corporation (GD)

Hlutur BlackRock : uþb. 7.79%
Hlutur Vanguard : uþb. 9.04%

Tölur teknar af Nasdaq og Investopedia.

Setur Donald Trump strik í reikninginn?

Það gæti þó sett strik í reikninginn að tilvonandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur sagt að hann vilji takmarka afskipti Bandaríkjanna af átökum eins og þeim sem nú eiga sér stað í Úkraínu og þar á meðal aðkomu bandarískra fyrirtækja að slíku en hvort það muni hafa áhrif á samninga Blackrock í Úkraínu á enn eftir að koma í ljós.

Verðmætari en verg ársframleiðsla flestra landa

Samanlagt verðmæti þessara tveggja fyrirtækja er 21.5 billjónir dollara eða um 2.996.025.000.000.000 íslenskra króna en slíka upphæð er erfitt að skilja.

Fyrir neðan er listi sem sýnir þau 10 lönd sem eru með hæstu vergu landsframleiðslu í heiminum (GDP) í dollurum og einungis Bandaríkin eru með meiri en sem nemur verðmæti þessara tveggja fyrirtækja.

  1. Bandaríkin: $29.17 billjónir
  2. Kína: $18.27 billjónir
  3. Þýskaland: $4.71 billjónir
  4. Japan: $4.07 billjónir
  5. Indland: $3.89 billjónir
  6. Bretland: $3.59 billjónir
  7. Frakkland: $3.17 billjónir
  8. Ítalía: $2.38 billjónir
  9. Kanada: $2.21 billjónir
  10. Brasilía: $2.19 billjónir

Kína er ekki langt undan þó aðeins vanti upp á en samanlagt eru Þýskaland, Japan, Indland, Bretland, Frakkland og Ítalía með 21.8 billjónir dollara og því ögn meira en samanlagt virði þessara tveggja fyrirtækja.

Satt eða logið

Hvort sem samsæriskenningar um fyrirtækin tvö eru rétta að öllu, engu eða sumu leyti er ljóst að áhrif þessara fjármálarisa eru óumdeilanleg og óhugnanlegt að ekki sé vitað hverjir standi á bakvið slíkt magn af peningum og þeim völdum sem fylgja í kjölfarið.

Það sem gerir svo enn flóknara að finna raunverulega eigendur er sú staðreynd að fyrirtækin eiga svo hlut í þeim fyrirtækjum og sjóðum sem eiga í þeim sjálfum og þannig verður vefurinn gríðarlega stór og flókinn og erfitt að finna raunverulegt eignarhald.

Skemmtilegur leikur sem hægt er að spila er að taka stórt fyrirtæki sem koma upp í hugann og athuga svo eignarhald á þeim en góðar líkur eru á að bæði þessi fyrirtæki séu þar efst á blaði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing