Veiga Grétarsdóttir er kajakræðari, transkona, umhverfissinni og baráttukona og var gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpinu Fullorðins. Í þættinum segir Veiga frá því að hún sé svo frjáls fyrir áliti annarra á sér Vinkona hennar sagði til að mynda við hana að þegar þær færu saman í Kringluna eða Costco þá væri fólk að snúa sér við til að horfa á hana: „Málið er bara að þér er svo slétt sama hvað öðrum finnst að þú tekur ekki eftir því,“ segir Veiga að vinkonan hafi sagt.
„Það var þá sem ég uppgötvaði hvað þetta var mikið frelsi fyrir mig að komast á þann stað að mér er bara alveg sama hvað öðrum finnst. Hvort fólk segi að ég sé kona eða karl skiptir mig bara ekki máli. Ég veit hvað ég er. Mitt nánasta fólk veit hvað ég er og það er bara nóg fyrir mig,“ segir Veiga.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/