Auglýsing

Ungt fólk vill ekki svara í símann

Jón Pét­ur Zimsen, aðstoðarskóla­stjóri Rétt­ar­holts­skóla, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er þaulreyndur skólamaður sem hef­ur vakið at­hygli fyr­ir gagn­rýni sína um and­vara­leysi skóla­yf­ir­valda. Jón ræðir hér um framboð sitt vítt og breytt og ræðir þær áherslur sem hann stendur fyrir í skólamálum.

Hann hefur talað fyrir því að taka eigi símana og skjáina af grunnskólakrökkum. „Símarnir eiga ekki að koma nálægt skólastarfinu. Þeir eyðileggja fyrir á margan hátt. Félagsfærni hefur hrapað og þetta eykur kvíða, depurð og einmanaleika, segir Jón Pétur og segir að það fólk sem vill að börn fái að vera með símana í skólanum sé hreint og beint að vanrækja börn. Hann segir líka að tæknirisarnir vilji ná börnum sem fyrst áður en framheili þeirra sé nógu þroskaðir til að þekkja hvað er rétt og hvað er rangt.

„Þetta er algjörlega augljóst að þetta eru mannskemmandi tæki að mörgu leyti, eða öppin í símanum. Auðvitað eru símarnir góðir að mörgu leyti en þú þarft að kunna að nota þá og þeir eiga ekkert erindi inn í grunnskóla. Ég hef oft spurt krakka af hverju þeir þurfi símann og það verður oft fátt um svör og svo víbrar síminn hjá þeim 60 sinnum í einni kennslustund. Þetta er partur af því að þeim líður ekki vel, eða ná ekki tökum á lestri og þetta er partur af því að þegar síminn hringir heima hjá þeim þora þau ekki að svara í símann. Þau eru svo óþjálfuð í að tala í síma. Þau senda allt í skilaboðum eða hljóðskilaboðum,“ segir Jón Pétur.

Þátturinn er kominn út í heild sinni og er hér:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing