Auglýsing

„Gull en ekki grænir skógar“ – Hluthafaspjallið hefur göngu sína á Brotkast

„Það er ágætt að orða það þannig að yfirskrift nýjasta þáttarins okkar sé Gull en ekki grænir skógar,“ segir Jón G. Hauksson, en hann er umsjónarmaður hlaðvarpsins Hluthafaspjallið ásamt Sigurði Má Jónssyni.

Nýr og spennandi þáttur af hlaðvarpinu er kominn í loftið og fara þeir félagar hispurslaust yfir málin að venju og það sem efst er á baugi í efnahagslífinu og skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni.

Hluthafaspjallið er núna gengið til liðs við Brotkastið og er fyrir vikið komið í sjónvarp. „Þessi breyting býður upp á marga góða kosti fyrir okkur. Við erum mjög sáttir og reynum að halda okkar spjallformi áfram þótt umgjörðin sé önnur. Er ekki til frægur frasi: Nýr jakki, sama röddin?,“ segir Jón.

Jón G. Hauksson og Sigurður Már gengu til liðs við Brotkast í vikunni og skrifuðu undir samning við Frosta Logason að því tilefni.

Jón G. Hauksson og Sigurður Már gengu til liðs við Brotkast í vikunni og skrifuðu undir samning við Frosta Logason að því tilefni.

 „En það er þetta með gullið og grænu skóganna. Við ræðum jú um gullvinnslu á Grænlandi og auðvitað mál málanna; kosningarnar á laugardag. Við eyðum talsverðu púðri í þær. Það er vissulega gull á Grænlandi en ég tel að það verði hvorki gull né grænir skógar fyrir hluthafa landsins ef kannanir ganga eftir og við fáum yfir okkur ríkisstjórn sem vill hækka skatta og auka ríkisútgjöld,“ segir Jón G.

Áhrif mögulegrar vinstristjórnar á hluthafa og fyrirtækjaeigendur

„Núna er það nýjasta að það eigi ekki að leggja aukna skatta á launþega heldur bara fyrirtæki og fjármagnseigendur. En auðvitað bitna auknar byrðar á fyrirtæki óbeint á starfsfólkinu sem vinnur í þeim. Það er eins og sumir haldi að fyrirtæki séu einhverjir steinklumpar sem geti greitt hvað sem er þegar reyndin er sú að fyrirtæki eru ekkert annað en fólkið sem vinnur í þeim og aukin skattheima á fyrirtæki fer fyrr eða síðar út í verðlagið og kemur í bakið á launþegum,“ segir Jón.

Í þættunum ræða þeir Sigurður um verðbólguna, vextina, nýgerða samninga lækna og hjúkrunarfræðinga, viðræðurnar við kennara. „Við förum sömuleiðis yfir kauparétti starfsmanna í fyrirtækjum og hvort slíkir samningar þjóni eigendum fyrirtækjanna; hluthöfunum. Þá ræðum við um Alvotech, Marel, Haga í Færeyjum og afkomu stóru viðskiptabankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins – ásamt auðvitað því sem er að gerast í Bandaríkjunum sem og hugsanlegt viðskiptastríð við Evrópusambandið.“

Hægt er að sjá brot úr þættinum hér að neðan en til að fá aðgang að öllum þáttum Brotkastsins í fullri lengd mælum við með áskrift hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing