Eldur Smári Kristinsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Norð-Vestur kjördæmi, hefur heldur betur fengið að finna fyrir því frá góða fólkinu í þessari viku. Fyrst var logið upp á hann af þáttastjórnanda forystuspjallsins á RÚV og nú hafa Samtökin 78 kært hana fyrir hatursorðræðu. Við fórum yfir málið og allt annað tengt kosningabaráttunni daginn fyrir Alþingiskosningar.
Frosti spjallaði við Eld um hvernig hafi gengið í kosningabaráttunni, verandi lítill flokkur á móti stærri flokkunum:
„Við höfum verið að sjá suma flokka vera að eyða um 5 milljónum á viku í auglýsingar á samfélagsmiðlum á meðan við höfum verið að nota svona 20 þúsund krónur. Þetta er svona pínu Davíð vs Goliath,“ segir Eldur.
Var sakaður um að hafa verið að ljósmynda börn á skólalóð
Frosti segir að það hafi verið forvitnilegt að sjá hvernig framboði Elds hafi verið tekið. Hann segist hafa veitt því eftirtekt að þegar Arnar, forystumaður Lýðræðisflokksins, var í viðtali á RÚV, í Forystusætinu hafi Bergsteini Sigurðssyni, hafi verið sagðir hlutir um Eld sem hann er ekki sáttur við.
„Þar var haldið fram að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu, af skólalóð, þar sem ég á að hafa verið að ljósmynda börn og starfsfólk og það er bara rangt. Ég veit alveg hvaða atvik hann er að vísa í og það er eitthvað sem við höfum rætt hér áður,“ segir Eldur og Frosti tekur undir það. Eldur fékk leyfi til að ljósmynda í skólanum eftir skólatíma, en hann var að mynda umtöluð plaggöt sem voru á veggjum skólans.
Eldur hefur líka verið sakaður um hatursorðræðu af Samtökunum 78 og um að hafa verið að tala um kynfæri einhvers nafntogaðs einstaklings sem hann neitar staðfastlega. „Þetta er bara rangt. Ég var í podcasti þar sem þáttastjórnendur fóru niður á það plan. En ég segi bara að mér er alveg sama hvað er á fólki eða undir því,“ segir Eldur.
Fékk kæru á sig frá Samtökunum 78
Eldur segir að þetta sé ekki allt og sumt heldur hafi lögreglan leitað að honum í gær til að segja honum að hann hafi verið kærður af Samtökunum 78 fyrir ummæli.
„Mig minnir að hún hafi sagt að þetta væru 4 ummæli,“ segir Eldur og segist muna að ein ummælin sem hann sé kærður fyrir ummæli hans um transkonur sem gefa börnum brjóst. „Ég hef eflaust sett spurningarmerki við það hvort þetta jaðraði við barnaníð,“ segir Eldur og bætir við: „Það má velta upp fyrir sér þeim spurningum hvort þetta sé þarfir barnsins sem eru í öndvegi hérna eða eru það annarlegar hvatir viðkomandi aðila?“