Þorsteinn V. var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpinu Ein Pæling og stóðst Þórarinn ekki freistinguna að spyrja hann um álit hans á búrkum.
Búrka er afbrigði af klæðnaði sem oft er tengdur við íslamska trú en ólíkt hijab sem hylur hár og háls hylur búrkan allt nema augu konunnar.
Þorsteinn svaraði því til að hann nennti ekki að hafa álit á því og ætlaði ekki að vera „veiddur“ inn í þessa umræðu.
Sagðist hann treysta konum til þess að velja sér klæðnað en þegar Þórarinn benti á að í flestum tilfellum væri búrka ekki val fyrir konur heldur hefði það alvarlegar afleiðingar.
Þorsteinn sagði að það væri slæmt að hafa ekki val og að konur eigi að ráða yfir eigin líkama en beindi umræðunni inn á það að það væri í raun ekki val fyrir íslenskar konur að mála sig á morgnana.
Afleiðing fyrir konur að fara út ómálaðar
Þorsteinn segir að það hafi afleiðingar fyrir konur að mála sig ekki og að í grunninn væru þessi tvö atriði ekki ólík og að farði kvenna væri í raun birtingarmynd feðraveldis á Íslandi.
Gagnrýndi Þórarinn gest sinn fyrir að forðast spurninguna um búrkuna og að neyða hana upp á konur vegna þess að Þorsteinn hefur verið ötull baráttumaður fyrir hönd kvenna en fátt sé stærra tákn fyrir kvennakúgun en einmitt búrkan.
Þorsteinn svaraði þá að konum fyndist ekki gaman að mála sig á Íslandi og allt þetta væri hluti af karllægri menningu og að ekki sé hægt að tala um valfrelsi í þeim efnum því konum væri refsað beint og óbeint fyrir að sleppa því.
Hann segist almennt halda sig við íslenskt samfélag en láta aðra um að rýna í samfélag annarra landa.
Hægt er að sjá brot úr þættinum Ein Pæling í spilaranum hér fyrir neðan.
Hér spyr ég Þorstein V. Einarsson um búrkur pic.twitter.com/Cw9T4kLvjD
— Thorarinn Hjartarson (@TotiHjartar) November 30, 2024