Auglýsing

Gífurleg sveifla til hægri hjá yngri kynslóðinni – Sjáðu skuggakosningar krakka og unglinga

Það er óhætt að segja að úrslit í skuggakosningum grunn- og framhaldsskólanema hafi verið óvæntar og sýna gjörbreytta mynd á skoðunum ungs fólks í stjórnmálum frá seinustu kosningum.

Sveiflan er þó í takt við það sem er að gerast annarsstaðar í heiminum en þar benda tölur til að uingt fólks, sérstaklega ungir karlmenn, sé að færast sífellt meira í átt að hægri skoðunum í pólitík.

Í kosningum grunnskólanema er Miðflokkur stærstur með 25prósent atkvæða og í öðru sæti eru Píratar með 13,5 prósent og Lýðræðisflokkurinn í þriðja sæti með 10,2 prósent og svo Sjálfstæðisflokkur í fjórða með 9 prósent.

Niðurstöður úr skuggakosningum grunnskólanema

Í kosningum framhaldsskólanema voru tölurnar ögn öðruvísi en þar eru Sjálfstæðis- og Miðflokkur efstir með 19,6 og 19 prósent atkvæða en Viðreisn í því þriðja með 17,3 prósent atkvæða.

Niðurstöður úr skuggakosningum framhalsskólanema

Rúmlega fjögur þúsund framhaldsskólanemar tóku þátt í kosningunni og var hún því vel sótt.

Samkvæmt fréttasíðu RÚV falla Vinstri Græn úr rúmum 24 prósentum í 4,3 prósent en Miðflokkur fer úr 4 prósentum í 19 á sama tíma.

Það virðist því vera sem sveifla ungs fólks til hægri á Íslandi sé í takt við sömu þróun erlendis.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing