Auglýsing

Lokatölur kosninga ljósar – Willum Þór út en Sigurður Ingi kemur inn

Lokatölur voru að berast rétt í þessu og stóru tíðindin eru að Sigurðu Ingi Jóhannsson nær inn á þing sem jafnaðarmaður en Willum Þór komst ekki inn sem kjördæmakjörinn þingmaður.

Sigurður Ingi fellur því ekki af þingi eins og Ásmundur Einar og Lilja Alfreðsdóttir en fjöldi kjörmanna er þó óbreyttur.

Það þýðir að stjórnarmyndunarmynstrið sem Nútíminn greindi frá er óbreytt og ljóst að nú taka við viðræður flokksformanna.

Hér eru stjórnir sem hægt er að mynda – Vinstri stjórn ekki möguleg án Ingu Sæland

Grímur Grímsson kemst inn sem jöfnunarmaður fyrir Viðreisn en Aðalsteinn Leifsson dettur út.

Jón Pétur Zimsen kemur inn fyrir Sjálfstæðisflokk en Ingveldur Anna Sigurðardóttir dettur út.

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir úr Miðflokki dettur út sem jöfnunarþingmaður .

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing