Sprengingin í Beirút 2020 er enn mörgum í fersku minni en það er kröftugasta sprenging sem orðið hefur í þéttbýli fyrir utan kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á borgirnar Hiroshima og Nagasaki.
Sprengingin varð vegna slyss sem rekja má til vanrækslu en 2.750 tonn af ammoníumnítrati höfðu verið geymd í vörugeymslu við höfnina en krafturinn í slíku magni af þessu eldfima efni jafnast á við um 1.1 kílótonn af TNT.
Til samanburðar má geta þess að kjarnorkusprengjan sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima var um 15 kílótonn.
Sprengingin var svo öflug að hún fannst um allt Líbanon og fannst einnig í Tyrklandi, Sýrlandi, Palestínu, Jórdaníu og víðsvegar í Evrópu.
Þá heyrðist hvellurinn alla leið til Kýpur en það er rúmlega 240 kílómetra í burtu.
Í myndbandinu er hægt að sjá sprenginguna hræðilegu frá níu mismunandi sjónarhornum en þótt ótrúlegt sé þá fór betur en á horfðist og aðeins 218 manns létu lífið en það þykir næstum kraftaverk að tala sé svo lág miðað við umfang eyðileggingarinnar.
Hægt er að sjá sprenginguna miklu í spilaranum hér fyrir neðan.
Beirut explosion compilation: 💥😮 pic.twitter.com/D17nos2EMw
— AlphaFo𝕏 (@Alphafox78) November 29, 2024