Vegagerð er hafin yfir hraun sem rann yfir Grindavíkurveg þann 21. nóvember. Það eru Víkurfréttir sem greina frá þéssu en slóði hefur verið lagður yfir glóandi heitt hraunið, sem þó er aðeins fær stórvirkum vinnuvélum.
Á vef Víkurfrétta kemur fram að ekki liggur fyrir hvenær fólksbílafær vegur verður lagður yfir hraunið en núna er aðeins hægt að komast til Grindavíkur með því að aka Nesveg eða Suðurstrandarveg.
Myndina hér að ofan tók ljósmyndari Víkurfrétta, Ísak Finnbogason, síðasta sunnudag. Þar sem slóðinn liggur yfir hraunið er það margra metra þykkt en hraunið sem rann að varnargörðunum við Svartsengi hefur verið mælt allt að níu metra þykkt.