Auglýsing

Máni og Frosti takast á eftir langt hlé: „Hvað ertu búinn að vera að éta?“

„Þetta er alveg jafn mikið rugl og þingmaðurinn sem talar um að það þurfi að byrja aftur með kristinfræði í skólum og hækka sóknargjöld um 2,5% – þetta er bara sama nött ruglið og Woke-megin. Þetta er hinn peningurinn á ruglinu Frosti Logason,“ segir Máni Pétursson við Frosta Logason í einum af nýjustu þáttum Brotkast. Þar mæta þær Máni og Gunnar Sigurðsson til þess að ræða nýjustu vendingar í stjórnmálum á Íslandi.

„Þetta er vissulega til að tempra ruglið Woke-megin en við þurfum að fá kristinfræði aftur. Það er mjög mikilvægt,“ segir Frosti en stutt er í gamla góða „Harmageddon“ rifrildið á milli þeirra því Máni svarar strax:

„Hvað ertu búinn að vera að éta?“

„Hvenær fórstu í kirkju síðast?“ spyr Gunnar.

„Það er ekkert langt síðan…“ segir Frosti sem virðist þó ekki alveg 100% viss.

„Það verður að balansera út ruglið. Þú getur horft á það sem svo að Woke-ið sé að balansera ruglið hinum megin,“ segir Máni en Frosti hefur svar við því!

„Woke-ið þarf einmitt kristileg gildi. Það þarf að heyra skiluru „Dæmið ekki og þér munuð ekki dæmdir verða“ og „Sá er syndlaus er, kastið fyrsta steininum“ og allt þetta.“

Máni er, ótrúlegt en satt, ekki sammála og segir Frosta þurfa að lesa meira.

„Þú þarft að lesa meira í Biblíunni.“

„Þú þarft að lesa meira í Biblíunni. Þar er náttúrulega líka talað um að hjálpa þeim sem bágt eiga og það eru hælisleitendur í þessu landi sem þú hefur talað fyrir um hérna að hinir flokkarnir hafi ekki viljað.“

„Velferðarkerfið okkar er byggt á kristilegum gildum,“ segir Frosti.

„Velferðarkerfið okkar er byggt á sósalisma Frosti Logason…,“ segir Máni en við því hefur Gunnar þessu að bæta við:

„…sem er byggt á Lútherskum gildum.“

„Svo er þak á því hversu mörgum er hægt að bjarga. Meira að segja Jesús hafði viðurkennt það,“ segir Frosti Logason í þessum hressu umræðum þar sem þeir gömlu góðu Harmageddon-bræður – sem sjaldan eru sammála – mætast á ný.

Frábær þáttur á Brotkast sem hægt er að horfa á í fullri lengd með áskrift að hlaðvarpsveitunni. Þarna mætast þeir Máni og Frosti loksins aftur á ný og það á ekki eftir að svekkja neinn aðdáanda þeirra vina!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing