Auglýsing

Lögregla kölluð út vegna óhljóða í kvenmanni: „Reyndust öskrin vera á heldur jákvæðari nótum“

„Tilkynnt um öskur kvenmanns koma frá íbúð. Lögregla sinnti og reyndust öskrin vera á heldur jákvæðari nótum en óttast var um í fyrstu,“ segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir vaktina sem náði frá 17:00 í gær og þar til 05:00 í morgun.

Má þar ætla að ástarleikur hafi orðið til þess að konan hafi „öskrað“ líkt og lýst er í dagbókinni en því miður voru það ekki bara jákvæðar fréttir sem fylgdu nýafstaðinni vakt embættisins.

Rændi með rafstuðtæki

Einn var handtekinn í hverfi 101 grunaður um rán með rafstuðtæki. Var umræddur einstaklingur handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Málið er í rannsókn en klukkan fimm í morgun voru sjö aðilar sem gistu fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 201 þar sem bifreið hafði verið ekið utan í vegrið. Í dagbókinni segir að ökumaðurinn hafi yfirgefið bifreiðina í kjölfarið og látið sig hverfa.

„Lögregla sinnti og var við störf á vettvangi þegar ökumaður bifreiðinnar kom til baka. Ökumaðurinn handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar máls.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing