Ökumenn undir áhrifum, þjófnaðir og umferðarslys eru á meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í dag frá 05:00 til 17:00 en þegar þetta er ritað eru fimm aðilar vistaðir í fangageymslu lögreglunnar.
Alls voru 100 mál skráð í LÖKE-kerfi lögreglunnar á umræddu tímabili en á meðal þeirra var ökumaður sem var handtekinn í hverfi 108 grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var annar ökumaður kærður fyrir að aka bifreið þrátt fyrir að vera sviptur ökurétti. Annar ökumaður í hverfi 105 var kærður fyrri að nota farsíma án handfrjáls búnaðar en það mál var afgreitt með vettvangsskýrslu.
Eftirlýstur og á ferðinni
Þá var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 200. Einn ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Reyndist einnig vera sviptur ökurétti. Vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Einn fingralangur var á ferðinni í hverfi 108. Þjófurinn reyndist vera eftirlýstur og var því handtekinn og fluttur á lögreglustöð til vistunar í fangaklefa.
Að lokum var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 200. Einn ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Reyndist einnig vera sviptur ökurétti. Vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.