Auglýsing

Skærasta stjarna kvennakörfuboltans segir að því fylgi forréttindi að vera hvít á hörund

Caitlin Clark er skærasta stjarna kvennakörfuboltans (WNBA) og hefur átt frábært nýliðatímabil með liði sínu, Indiana Fever.

Clark hefur sett mörg met á nýliðaári sínu en hún skoraði 19.2 stig að meðaltali í leik og gaf 8.4 stoðsendingar og leiddi deildina í stoðsendingum.

Einnig setti hún met er hún skoraði 122 þriggja stiga körfur á tímabilinu en hún tók líka 5.7 fráköst og var valin nýliði ársins ásamt því að komast í úrvalslið deildarinnar.

Þá var hún nýlega valin íþróttamaður ársins af tímaritinu Time sem hefur lagst illa í marga, sem hafa gefið í skyn að hörundslitur Clark eigi þar stóran hlut að máli.

Gagnrýnd fyrir vinsældir sínar

Meðal þeirra sem eru á þessari skoðun er eigandi Washington Mystics, Sheila Johnson, sem segir að þó svo að Clark hafi komið inn í deildina hafi margt annað átt þátt í að auka vinsældir kvennakörfuboltans.

Clark hefur einnig mætt miklu mótmlæti frá öðrum leikmönnum deildarinnar sem hafa brotið oftar og verr á henni en nokkrum öðrum leikmanni.

NBA goðsagnir á borð við Charles Barkley, LeBron James og Shaq hafa komið Clark til varnar og sagði strigakjafturinn Barkley að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með leikmenn deildarinnar því hann myndi búast við að karlkyns leikmenn væru slíkar smásálir en ekki konurnar.

Segit forrétindi fylgja því að vera hvít

Clark kom með umdeild ummæli í viðtali við Time tímaritið þegar hún sagði að vissulega hafi hún unnið fyrir öllu sem hún hefur fengið en þó fylgdu því forréttindi að vera hvít á hörund.

Þá sagði hún einnig að deildin hafi verið byggð á vinnu svartra kvenna og að mikilvægt væri að halda áfram að hefja upp svartar konur.

Ummæli Clark hafa ekki fallið í kramið hjá aðdáendum hennar sem meðal annars segja þau engu áorka nema að gefa þeim sem vilja gera vinsældir hennar að pólitísku hitamáli, byr undir báða vængi.

WNBA vinsælli en nokkru sinni fyrr

Við komu Clark hefur áhorf á hvern leik í deildinni aukist í 1.2 milljónir að meðaltali, sem er 170 prósent aukning frá árinu á undan og áhorf á stjörnuleik kvenna jókst um rúmlega 300% á sama tíma.

Jafnvel miðasala á útileiki Clark hefur aukist þar sem aðdáendur hafa viljað berja hana augum og stundum eru hvatningaróp til Clark háværari en stuðningur við heimaliðið.

Clark er að auka áhuga fólks á kvennakörfuboltanum hvort sem fólk telur það gott eða slæmt.

Hver sem ástæðan er hefur Clark orðið fyrir fleiri alvarlegum brotum en nokkur annar leikmaður og má sjá brot af þeim í myndbandinu hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing