Eins og margir vita kærðu Samtökin 78 formann Samtakanna 22, Eld Smára, fyrir hatursorðræðu vegna ummæla hans um að transkonur ættu ekki að gefa börnum brjóst en Nútíminn flutti nýlega frétt um málið.
Nú hefur Eldur Smári krafist afsökunarbeiðni frá Samtökunum 78, Snorra Mássyni, RÚV, Stöð 2 og Vísi og einnig Bergsteini Sigurðssyni.
Bergsteinn þessi tók viðtal við Arnar Þór Jónsson í aðdraganda alþingiskosninganna þar sem hann hélt því fram að svokallaðir hormónablokkerar virkuðu eins og “pásutakki” og að hægt væri að snúa ferlinu við aftur eftir slíka meðferð.
Segja nýjar upplýsingar hafa komið fram
Samtökin 22 – Hagsumansamtök samkynhneigðra, hafa nú sett yfirlýsingu og myndband á Facebook síðu sína sem þau segja að hafi verið lekið úr WPATH (World Professional Association for Transgender Health) og segja að í því viðurkenni læknir á vegum samtakanna að setja þurfi varnagla á þá fullyrðingu að hægt sé að snúa við áhrifum hormónablokkera.
WPATH fékk á sig mikinn skell þegar gögnum var lekið frá samtökunum sem sýndu fram á algjört skipualgs- og þekkingaleysi innan þeirra og að ekki væri stuðst við vísindaleg gögn þegar viðkvæmar aðgerðir voru framkvæmdar.
Segir svo í yfirlýsingunni að samtökin hafi verið stimpluð og kölluð öllum illum nöfnum fyrir að segja það sama og kemur fram í myndbandinu.
Í myndbandinu fer Scott Leibowitz yfir að setja þurfi varnagla á þá fullyrðingu að meðferðir sem innihalda hormónablokkera séu afturkræfar.
Nútíminn kýs að túlka ekki það flóka læknamál sem notað er í myndbandinu til að eiga ekki á hættu að mistúlka það en hér er hægt að sjá myndbandið í heild sinni.
Vekur athygli heimspressunnar
En kæra Samtakanna 78 gegn Eldi hefur vakið athygli heimspressunnar og hefur norska blaðið Subjekt fjallað um málið en þar er sérstaklega tekið fram að bæði lögregla og Samtökin 78 hafi neitað að tjá sig um málið við blaðið.
Einnig er von á umfjöllum um málið á næstu dögum í Berlinske í Danmörku, Redacted í Bandaríkjunum, GB News í Bretlandi og miðillinn Libs of Tiktok hefur einnig staðfest að þau muni fjalla um málið á næstunni.
Fjögur lönd mælt með að afleggja slíkar gjafir síðan kæran var lögð fram
Kæra Samtakanna 78 hefði varla getað komið á óþægilegri tíma fyrir samtökin en einungis nokkrum dögum eftir kæru þeirra hafa fjögur lönd lýst því yfir að þau mæli ekki með að trans konur stundi brjóstagjöf enda skorti langtímarannsóknir til að geta mælt með slíku.
Löndin sem um ræðir eru Bandaríkin, Bretland, Finnland og Svíþjóð en öll löndin komu með þessar yfirlýsingu nokkrum dögum eftir kæru samtakanna á hendur Eldi.
Aðspurður um hvað honum fyndist um þá athygli sem málið er að fá á heimsvísu svaraði Eldur:
“Fólk hlýtur að spyrja sig hvað sé á bakvið þá hugmynd að karlmaður sem skilgreinir sig sem transkonu vilji gefa barni á brjóst.
Barn sem hann hefur hvorki borið né alið. Við vitum jú að það er ekki hægt að skipta um kyn. Engum hefur tekist það.
Hinsvegar er hægt að taka hormóna og fara í aðgerðir til þess að líkjast hinu kyninu. Það gerir þig samt ekki að hinu kyninu.
Að fæða barn og gefa á brjóst er frumeðlishvöt til að sinna grunnþörfum ungabarnsins. Karlar finna ekki þessa frumeðlishvöt móður sem hefur fætt barn sitt. Augljóslega. Það liggja augljóslega aðrar hvatir að baki og ég tel þær vera af siðlausum toga..“