Rifrildi, handalögmál, öskur og óp leigubílstjóra á milli og skíthræddir erlendir ferðamenn var það fyrsta sem blaðamaður Nútímans tók eftir þegar hann átti leið um Keflavíkurflugvöll á dögunum. Ástandið þar virðist lítið hafa lagast þrátt fyrir mikið inngrip bæði lögreglunnar á Suðurnesjum og ISAVIA, sem tekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Baráttan hefur þó kostað sitt. Að minnsta kosti fyrir Friðrik því hann hefur verið bannaður á umráðasvæði ISAVIA sem þýðir að hann megi ekki koma nálægt Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða þeim bílastæðum sem þar eru fyrir utan.
Líkt og Nútíminn greindi frá í febrúar þá ríkir svo gott sem stríðsástand á bílastæðum flugvallarins þar sem íslenskir leigubílstjórar frá Hreyfli eiga oft fótum sínum fjör að launa þegar það kemur að samskiptum við erlenda leigubílstjóra sem keyra meðal annars á vegum leigubílastöðvarinnar Ober.
Stofnun múslima á Íslandi tengist leigubílastöðinni Ober: „Ég er skíthrædd við þessa menn“
Sú leigubílastöð hefur sterka tengingu við Stofnun múslima á Íslandi en starfsmenn hennar og eigandi, Karim Askari – sem er jafnframt æðsti yfirmaður Stofnunar múslima á Íslandi – hafa ítrekað og um margra mánaða skeið verið ásakaðir um að svindla á farþegum sem bæði eru að koma til landsins og nú einnig þá borgarbúa sem vilja til dæmis komast heim eftir nokkra drykki á barnum í miðbæ Reykjavíkur.
Nútíminn hefur rætt við gríðarlegan fjölda leigubílstjóra og eru þeir allir á sama máli: Þeir eru logandi hræddir við þessa erlendu leigubílstjóra sem hika ekki við að sýna ógnandi tilburði. Það gera þeir meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði en þar hafði einn af erlendu leigubílstjórunum fiskað ferðamenn fyrir utan Leifsstöð og var í þann mund að rukka margfalt fargjald til Reykjavíkur en lög og siðaðir viðskiptahættir segja til um. Viðbrögð þess erlenda standa ekki á sér eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.
Sá sem hefur barist hvað mest fyrir réttindu íslenskra leigubílstjóra og viðskiptavina þeirra er leigubílstjórinn Friðrik Einarsson en hann heldur úti vef á samfélagsmiðlinum X þar sem hann birtir bæði gögn og myndskeið sem sögð eru sýna bæði ógnandi hegðun umræddra manna, árásir og svo kvittanir sem sagðar eru sýna svörtu á hvítu að verið sé að svindla á grunlausum farþegum um mörg þúsund krónur. Myndskeiðin, skjáskotin og skjölin birtir hann undir notendanafninu Taxý Hönter á X.
Bannaður og sífellt rekinn út af svæðinu
Baráttan hefur þó kostað sitt. Að minnsta kosti fyrir Friðrik því hann hefur verið bannaður á umráðasvæði ISAVIA sem þýðir að hann megi ekki koma nálægt Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða þeim bílastæðum sem þar eru fyrir utan. Þessa ákvörðun tók ISAVIA eftir fjölda kvartana umræddra leigubílstjóra. Aðrir þora ekki að skipta sér af og því telur Friðrik að hin meinta svikastarfsemi fái svo gott sem skálkaskjól í boði lögreglunnar í Keflavík og ISAVIA.
„Ég er skíthrædd við þessa menn,“ sagði leigubílstjóri sem Nútíminn ræddi við í sumar. Konan hefur starfað sem leigubílstjóri í yfir 20 ár og hefur aldrei á ævinni „upplifað annað eins“ – eins og hún orðaði það sjálf. Hún segir starfsmenn Ober hafa sýnt henni og öðrum leigubílstjórum ógnandi hegðun og þá hefur Nútíminn einnig heimildir fyrir því að starfsmaður leigubílastöðvarinnar hafi verið bannað að koma inn á umráðasvæði Isavia sem þýðir að hann megi ekki stunda leigubílaakstur á Keflavíkurflugvelli. Umræddur starfsmaður var bannaður á svæðinu eftir að hann réðist á íslenskan leigubílstjóra. En hver ætli sá starfsmaður hafi verið? Jú, það var Said Aajal – sá sem sagður er eigandi Ober.
En hver sér um að lögum um leigubifreiðaakstur sé fylgt eftir? Svo virðist sem að enginn sé að gera það. Mesta púðrið fer í að stilla til friðar, hugga hrædda ferðamenn og svo reka Friðrik út af flugvallarsvæðinu. Þá hafa lætin dreift sér og eru nú reglulegar uppákomur á höfuðborgarsvæðinu þar sem aðallega tveimur leigubílastöðvum lendir saman en það er Hreyfill og svo þessi leigubílaþjónusta sem virðist eiga skrifstofu í heimahúsi rétt hjá Hlíðarenda, ber nafnið Ober og hefur tengsl við Stórmoskuna í Ýmishúsinu.
Lögum ekki framfylgt
Lögin eru þó skýr og skrítið að ekki sé hægt að framfylgja þeim af jafn miklum metnaði og virðist lagður í að reka íslenska leigubílstjórann út af flugvallarsvæðinu fyrir það eitt að benda farþegum á að semja um verðið áður en lagt er af stað eða semja um að keyrt sé eftir mæli – allt áður en lagt er af stað.
Það stendur líka skýrt í lögum um leigubifreiðaakstur. Spurning hvort lögreglan á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og í raun landinu öllu kynni sér þær í eitt skipti fyrir öll ef hafa á afskipti af þessari atvinnustarfsemi yfir höfuð.
Í þriðja kafla laganna sem ber heitið „Rekstur leigubifreiða“ stendur þetta allt saman, orð fyrir orð. Í 9. grein laganna sem fellur undir „Gjaldmæla og verðskrár“ segir meðal annars orðrétt:
9. gr. Gjaldmælar og verðskrár.
Löggiltir gjaldmælar skulu vera í öllum leigubifreiðum sem seldar eru á leigu fyrir gjald sem tekur mið af ekinni vegalengd eða þeim tíma sem ferðin tekur. Um löggildingu gjaldmæla og eftirlit með þeim fer eftir lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra.
Þrátt fyrir 1. mgr. er heimilt að aka án gjaldmælis þegar ferð er seld fyrir fyrirframumsamið áætlað eða endanlegt heildargjald. Rekstrarleyfishafi eða eftir atvikum atvinnuleyfishafi ber sönnunarbyrði um að komist hafi á samningur um heildargjald vegna ferðar áður en hún hófst.
Þegar ekið er samkvæmt gjaldmæli skal verðskrá ávallt vera áberandi og aðgengileg viðskiptavinum áður en farið er inn í bifreiðina.
Þegar ferð er seld fyrir fyrirframumsamið áætlað eða endanlegt heildargjald skal verðskrá og þær forsendur sem umsamið heildargjald byggist á vera aðgengilegar viðskiptavini þannig að ljóst sé hvernig verðlagning er ákveðin.
Fjársveltar eftirlitsstofnanir eru í tísku á Íslandi
En afhverju er þessum lögum ekki fylgt betur eftir? Jú. Það er þetta klassíska íslenska vandamál. Þetta eftirlit fellur undir eftirlitsstofnun sem er alveg jafn fjársvelt og hinar eftirlitsstofnanir á Íslandi og þá virðist engu skipta hvort um er að ræða Matvælastofnun eða Fjármálaeftirlitið. Í þessu tilfelli er það Neytendastofa sem ber ábyrgð á því að verðupplýsingar leigubifreiðaþjónustu hér á landi sé samkvæmt þessum lögum. Þessari auknu ábyrgð og eftirliti fylgdi hinsvegar ekkert auka fjármagn frá íslenska ríkinu. Samkvæmt heimildum Nútímans er verkefnastaða Neytendastofu mjög þung og erfitt að ráðstafa starfsfólki í umrædd eftirlit. Guð blessi Ísland.
Þó eru blikur á lofti í þessum efnum því þau hjá Neytendastofu dóu alls ekki ráðalaus. Þau fengu lögregluna með sér í lið ásamt fulltrúum frá Skattinum og Samgöngustofu nú í sumar þegar sett var á fót viðamikið eftirlit með leigubílum í miðborg Reykjavíkur. Eftirlitið stóð yfir í eina helgi og var þá kannað með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. En hvað ætli hafi komið út úr þessu eftirliti?
Í hátt í helmingi tilfelli voru gerðar athugasemdir vegna grunsemda um brot og eiga nú 48 leigubílastjórar yfir höfði sér kæru vegna þessa. Af þeim hafa enn fremur 32 leigubílstjórar verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik. Leigubílstjórar eru minntir á að eftirlitið heldur áfram.
Flogist á við flugstöðina: Stríðsástand meðal íslenskra og erlendra leigubílstjóra – MYNDBÖND