Eins vinsæll og hann er á hvíta tjaldinu að þá er Sylvester Stallone langt frá því að vera sá vinsælasti í hverfinu sínu í Palm Beach þessa dagana. Þar á hann 35 milljóna dollara hús sem væru litlir fimm milljarðar íslenskra króna. En afhverju eru allir pirraður út í Stallone? Jú því hann hyggst reisa mjög sérstaka „neðansjávarhrindrun“ bakvið eign sína, við sjóinn.
„Ég skil að þú viljir vernda eign þína, en þú getur ekki bara ákveðið að þú eigir vatnið“
En hvað á þessi neðansjávarhindrun að gera? Sylvester Stallone útskýrir þetta á allt öðruvísi hátt en hinn almenni borgari sér þetta verkefni hans. Hollywood-leikarinn segir nefnilega að áform hans tengist umhverfisvernd en með því að koma upp ákveðnum „hindrunum“ neðansjávar með þangi þá sé komið í veg fyrir að rusl og annað sem fýkur húsa á milli endi í vatninu.
Hin raunverulega ástæða er hins vegar sögð sú að með umræddri hindrun er komið í veg fyrir það að bátar geti nálgast höllina hans.
Nágrannar Stallones eru slegnir yfir áformunum og sögðust ekki hafa búist við því að leikarinn færi fram á slíkt framkvæmdaleyfi. Nágrannarnir hafa tíma fram til klukkan 17 á jóladag til að senda inn athugasemdir. Stallone hefur einnig óskað eftir því að leigja ríkisland til að staðsetja hindrunina „á réttan hátt.“
Sjávarlíf og áhrif á umhverfið vekja áhyggjur
Bradford Gary, nágranni Stallones, sagði í samtali við fjölmiðla vestanhafs að áformin væru of langt gengin. „Ég skil að þú viljir vernda eign þína, en þú getur ekki bara ákveðið að þú eigir vatnið,“ sagði hann. Eiginkona hans, Susan Gary, bætti við að margir nágrannar hefðu áhyggjur af áformunum og hvernig þau gætu haft áhrif á sjávargras og sækýr á svæðinu.
Fram kemur að hindrunin verði um 8 tommur yfir vatnsborði og nái niður um 10 tommur, fest með sex stólpum og nylonstrengjum. Verkfræðingur sem vinnur að verkefninu sagði að sjávarlíf gæti synt undir eða framhjá hindruninni.
Stallone keypti höllina í lok árs 2020 en eignin inniheldur meðal annars sjö svefnherbergi, tólf baðherbergi, gestahús og stórt sundlaugarsvæði. Nágrannar hafa sent andmæli til ríkisins og þingmannsins Lois Frankel. Þeir sem vilja senda inn athugasemdir hafa tíma fram á jóladag til að skila þeim til Flórída-ráðuneytisins um umhverfisvernd.