Ísbúðin við Laugarásveg hefur verið gert að fjarlægja ljósaskilti sem er við verslunina en það er byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar sem skipaði svo fyrir. Framkvæmdastjóri ísbúðarinnar Skúbb Ísgerð er engan veginn sáttur við þá ákvörðun og hefur kært hana til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en í kærunni kemur fram að nágranni heyi stríð gegn ísbúðinni.
Vísir greinir frá þessu í dag og vitnar í kærunar þar sem meðal annars kemur fram að nágranni ísbúðarinnar að Laugarásvegi 1, sömu fasteign og ísbúðin er rekin í, hafi „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri,“ en hann hafi þó fundið „glufu“ þsr sem leyfi vegna skiltsins vantaði.
„Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp,“ segir í kærunni sem Vísir greinir frá.
„Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“