Auglýsing

Harry og Meghan fá enn og aftur falleinkunn: Óvinsæl á Netflix

Þáttaröðin Polo á Netflix, sem fjallar um íþróttina polo og var frumsýnd 10. desember, hefur ekki náð góðum árangri í Bretlandi, Bandaríkjunum eða öðrum svæðum þar sem Netflix er í boði. Hertoginn og hertogaynjan af Sussex voru skráðir sem framleiðendur þáttanna. Þrátt fyrir að vera fimm þættir, vakti þáttaröðin litla athygli og komst ekki á topp tíu lista streymisveitunnar í neinu landi.

Þættirnir fengu bæði slæmar viðtökur áhorfenda og harða gagnrýni gagnrýnenda. Newsweek greindi fyrst frá lélegum áhorfstölum, og Guardian gaf þáttunum tveggja stjörnu dóm, þar sem þeir voru sagðir„óviljandi fyndin lýsing á heimsins heimskulegustu íþrótt.“

Forréttindi og engin tengin við almenning

Eric Schiffer, formaður Reputation Management Consultants, sagði í viðtali við Newsweek að þátturinn væri „montsýning á forréttindum dulbúin sem heimildarmynd“ og líkti honum við „lyf við svefnleysi sem fæst hjá konungsfjölskyldunni.“ Þá lýsti hann þáttunum sem „óaðgengilegum og tengslalausum.“

Þættirnir fjalla um keppendur í bandaríska pólómótinu US Open Polo Championship og leggja áherslu á dramatíska atburði, þar á meðal meiðsli á vellinum og ágreining. Það olli strax vonbrigðum aðdáenda þeirra Harry og Meghan þegar í ljós kom að þau birtast aðeins í örstuttan tíma í þáttunum. Þeim bregður aðeins fyrir í fyrsta og síðasta þættinum, þar sem þeir voru teknir upp eða við góðgerðarmót í Wellington í Flórída. Heimildarmaður sagði við tímaritið Closer að þrátt fyrir að vera skráðir framleiðendur þá hafi þau lítið haft að segja um þættina.

Þetta er enn eitt streymisverkefni hjónanna sem mistekst að ná vinsældum, þrátt fyrir milljónasamning þeirra við Netflix árið 2020. Rotten Tomatoes gaf þáttaröðinni aðeins 27% einkunn, og The Times lýsti henni sem „leiðinlegri og óaðgengilegri.“

Kemst hvergi á topp 10

Heimildarmynd þeirra Live to Lead, sem kom út í desember 2022, fjallaði um heimsþekkta leiðtoga og aktívista eins og Ruth Bader Ginsburg og Gretu Thunberg. Þrátt fyrir metnaðarfullt efni hefur myndin aðeins fengið 15% einkunn á Rotten Tomatoes.

Næsta verkefni, Heart of Invictus, sem kom út sumarið 2023, fylgdi keppendum í Invictus-leikunum, alþjóðlegu íþróttamóti fyrir slasaða hermenn sem Harry stofnaði. Líkt og Polo tókst þessari mynd ekki að komast á topp tíu lista Netflix og hún fékk einnig blendnar viðtökur gagnrýnenda.

Einn sigur meðal fjölda mistaka

Harry & Meghan, heimildarmynd þeirra frá 2022, var þó undantekning frá þessum vonbrigðum. Hún fjallaði um ákvörðun hjónanna að stíga til hliðar frá skyldum sínum sem virkir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. Með 81,6 milljón áhorfstímum á fyrstu fjórum dögum varð hún ein vinsælasta heimildarmynd Netflix frá upphafi.

Óvissa hefur þó loðað við framtíðarsamstarf þeirra við Netflix, sérstaklega eftir að margmilljóna Spotify-samningur þeirra rann út árið 2023. Enn eru vangaveltur um að matreiðsluþáttur Meghan, þar sem áhersla verður lögð á matreiðslu, garðyrkju og vináttu, komi út á næsta ári. Hins vegar hefur enginn útgáfudagur verið ákveðinn og heimildarmaður Netflix sagði nýlega við MailOnline að óvíst sé hvort hann verði gefinn út yfir höfuð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing