Árni Páll Árnason, betur þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör átti stórleik í Laugardalshöllinni um síðustu helgi þegar hann kom þar fram ásamt hljómsveitinni Iceguys. Tónleikarnir slógu heldur betur í gegn og eru sagðir vera með þeim stærstu í lýðveldissögunni en alls seldust um 25 þúsund miðar hjá strákunum á nokkrum tónleikum um helgina.
Óhætt er að segja að ákveðinn hápunktur kvöldsins hafi verið þegar fyrrnefndur Herra Hnetusmjör tók sviðið til að flytja nokkur af sínum eigin lögum og má segja að þakið hafi ætlað af höllinni þegar hann tók einn af sínum nýlegri smellum, Elli Egils af plötunni KBE kynnir: Legend í leiknum, sem kom út síðastliðinn ágúst mánuð.
Nokkuð ljóst er að áhorfendur voru vel með á nótunum og kunnu vel að meta frammistöðu Hnetunnar en sjá má upptöku af herlegheitunum í spilaranum hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.