Mads Peter Iversen er ljósmyndari sem skrásetur vinnu sína með Youtube myndböndum og hefur hann tekið mikið af stórkostlegum ljósmyndum um allt Ísland.
Í myndbandinu sýnir hann hvernig hann tekur sínar bestu ljósmyndir og myndbönd af landslagi Íslands sem skartar sínu fegursta.
Hann sýnir meðal annars myndatökur frá Stokkseyri, Reynisfjöru og Skógarfossi en einnig tekur hann stórkostleg myndbönd með dróna.
Hundruð þúsunda manna hafa séð myndir og myndbönd Mads frá Íslandi en þetta nýjasta er sagt slá öllu við.
Myndbönd hans eru bæði fyrir þá sem vilja bæta sig sem ljósmyndarar og fyrir þá sem einfaldlega vilja sjá stórkostlega náttúru landsins.
Fyrir áhugasama er hægt að horfa á myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan.