Auglýsing

Sænskur rappari skotinn til bana – Morðinginn streymdi aftökunni í beinni útsendingu

Sænski rapparinn Gaboro, sem hét réttu nafni Ninos Khouri, var skotinn til bana í bílageymslu í Stokkhólmi um helgina.

Rapparinn gortaði sig oft af tengslum sínum við undirheima Svíþjóðar og var stíll han svokallað gangster rapp en einkennisklæðnaður Gaboro var gríma, svipuð þeim sem oft eru notuð við rán.

Gaboro er fjórði rapparinn sem skotinn er til bana í Svíþjóð á einungis nokkrum árum er mikil vargöld ríkir í undirheimum landsins.

Í myndbandinu sem auðvelt er að nálgast á X sést þegar morðinginn situr fyrir rapparanum og skýtur á hann.

Rapparinn liggur í jörðinni eftir skotárásina og reynir að skríða í burtu er morðinginn gengur rólegur að honum.

Gaboro biður um miskunn áður en byssumaðurinn tæmir byssuna í hann þar sem hann liggur bjargarlaus í jörðinni.

Ofan á hversu óhugnanleg aftakan er þá var henni streymt í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum en ekki er vitað hversu margir horfðu á á eða hver morðinginn er.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan en Nútíminn varar við að myndbandið er mjög óhugnanlegt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing