Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í 82. skipti í nótt og voru margir búnir að hlakka til eftir að tilkynnt var að grínistinn Nikki Glazer myndi vera kynnir á hátíðinni.
Nikki Glazer sló eftirminnilega í gegn þegar Tom Brady, sem er talinn vera besti leikmaður allra tíma í ameríska fótboltanum, var grillaður á eftirminnilegan hátt.
Glazer hefur verið grínisti lengi en þarna fékk hún loks stóra tækifærið og landaði starfinu sem kynnir á Golden Globes verðlaunahátíðinni í kjölfarið.
Síðan Ricky Gervais sló svo eftirminnilega í gegn í starfinu með hárbeittri gagnrýni á Hollywood er þess reglulega beðið með óþreyju að sjá hvort næsti kynnir þorir að ganga eins langt og Glazer þótti fullkomin til að fylgja því eftir.
Glazer var ekki eins umdeild og Gervais en óhætt er að segja að hún stóð undir væntingum og skaut á helstu deiluefni eins og handtöku Diddy og tengsl hans inn í Hollywood.
Opnunarræðu Glazer má sjá í spilaranum fyrir neðan en helstu verðlaunahafar á hátíðinni voru eftirfarandi:
Besta kvikmynd – Drama: The Brutalist
Besta kvikmynd – Gaman eða Tónlist: Emilia Pérez
Besta leikkona í aðalhlutverki – Drama: Fernanda Torres fyrir I’m Still Here
Besti leikari í aðalhlutverki – Drama: Adrien Brody fyrir The Brutalist
Besta leikkona í aðalhlutverki – Gaman eða Tónlist: Demi Moore fyrir The Substance
Besti leikari í aðalhlutverki – Gaman eða Tónlist: Sebastian Stan fyrir A Different Man
Besta leikkona í aukahlutverki í kvikmynd: Zoe Saldaña fyrir Emilia Pérez
Besti leikari í aukahlutverki í kvikmynd: Kieran Culkin fyrir A Real Pain
Besti leikstjóri – Kvikmynd: Brady Corbet fyrir The Brutalist
Besta handrit – Kvikmynd: Peter Straughan fyrir Conclave