Skógareldar hafa verið í gangi í Suðurhluta Kaliforníu og hafa rúmlega 130.000 manns verið gert að yfirgefa heimili sín, þar sem eldur logar á stórum hluta Los Angeles og fjölmargir hafa misst heimili sín sem hafa orðið eldinum að bráð.
Stjörnurnar í Hollywood eiga mjög mörg hús á þessu svæði og eru fjölmargir búnir að missa heimil sín. Nokkrar stjörnur hafa deilt því opinberlega að þær hafi misst heimili sín og hér eru nokkrar af þeim:
Paris Hilton
Paris Hilton birti myndband frá ABC þar sem sjá má heimili hennar í Malibu brenna til grunna. „Hjarta mitt er mölbrotið. Að sitja með fjölskyldunni minni, horfa á fréttir og sjá heimili okkar í Malibu brenna til grunna í beinni sjónvarpi er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að upplifa,“ skrifaði Paris á Instagram.
View this post on Instagram
„Þó að missirinn sé yfirþyrmandi, er ég þakklát fyrir að fjölskylda mín og gæludýrin séu örugg. Mig verkjar í hjartað að hugsa til þeirra sem eru enn í hættu og eru að syrgja missinn. Eyðileggingin er ólýsanleg.“
Billy Crystal
Leikarinn Billy Crystal sagði frá því að heimili hans, til 46 ára, í Pacific Palisades hafi brunnið til kaldra kola. Hann hafði búið í húsinu með eiginkonu sinni, Janice Crystal, síðan 1979.
„Við ólum upp börnin okkar og barnabörn hér. Hver þumlungur í húsinu okkar var fullur af ást,“ sagði Billy í yfirlýsingu við People. „Við söknum vina okkar og nágranna sem hafa líka misst heimili sín og fyrirtæki í þessum harmleik.“
Jeff Bridges
Fjölmiðlafulltrúi leikarans Jeff Bridges staðfesti að fjögurra herbergja heimili Óskarsverðlaunahafans í Malibu brann í eldinum í Palisades. Jeff og systkini hans, þar á meðal leikarinn Beau Bridges, erfðu heimilið sem hafði verið í fjölskyldu þeirra í margar kynslóðir.
Anthony Hopkins
Heidi Montag og Spencer Pratt
Adam Brody og Leighton Meester
Hjónin Adam Brody og Leighton Meester sem er þekkt úr Gossip Girl, eru meðal stjarnanna sem hafa misst heimili sitt í eldinum í Palisades. Á myndum sem People birti af heimilinu sást að allar rúður voru sótugar og þakið fallið niður. Þau bjuggu á heimilinu með tveimur ungum börnum sínum.
Hjónin hafa ekki tjáð sig um brunann opinberlega.
John Goodman
John Goodman var líka einn af þeim sem hefur misst heimili sitt í Palisades og það sást á myndbandi sem TMZ birti. Ekki er vitað hvort leikarinn hafi verið í Los Angeles en hann býr líka í New Orleans.