Nú á dögum er mjög auðvelt aðgengi að klámi og það virðist vera alveg sama hverju fólk leitar að, það er til á netinu. Sumir nota klám til að krydda kynlífið sitt, gera eitthvað nýtt, en svo getur það gerst að annar aðilinn geti ekki slökkt á kláminu, sé sífellt með löngun í það og verður því háður því.
Ef þig grunar að maki þinn sé með háður klámi, þá eru hér fimm vísbendingar um að svo sé:
1. Maki þinn notar tölvuna eingöngu í einrúmi
Þessi hegðun gerir viðkomandi kleift að vafra um vefinn og skoða efni án þinnar vitundar. Ef þú skyldir til dæmis koma inn í herbergið og hann/hún lokar síðunni sem hann/hún er á mjög snögglega er það mjög sterk vísbending.
2. Maki þinn eyðir ótrúlega miklum tíma í tölvunni
Flestir klámfíklar munu, ef þeir fá tækifæri, eyða öllum sínum einverustundum í að skoða klám eftir því sem fíknin þróast. Þetta á við um tíma í vinnu og heima. Þeir gætu gleymt sér tímunum saman í tölvunni og finna allskonar skýringar á því.
3. Maki þinn eyðir út vafrasögunni
Flestir klámfíklar eru klárir í að fela spor sín. Þeir eyða reglulega vafrasögu (history) tölvunnar sinnar og vafrakökum (cookies) til að koma í veg fyrir að þú getir séð hvaða síður þeir heimsækja.
4. Maki reiðist eða fer í vörn þegar klámáhorf ber á góma
Þessir einstaklingar eru mjög viðkvæmir fyrir öllum aðdróttunum um að þeir séu að horfa á klám. Venjulega eru viðbrögðin við hvers kyns „ásökunum“ öfgakennd og í algjöru ósamræmi við spurninguna.
5. Mikill skortur á nánd
Klámfíklar eiga sér fantasíur sem eru uppfylltar á netinu. Það getur orðið til þess að kynlífið, með makanum sem er kannski allt öðruvísi en fantasían, kveikir ekki lengur í viðkomandi.
Ef þú hefur áhyggjur af klámfíkn maka er oft mikilvægasta skrefið sem þú getur tekið að fá faglega aðstoð frá fíkniráðgjafa. Saman getið þið fundið leið til að takast á við vandamálið og fengið viðeigandi aðstoð við það.