Dave Chappelle sannaði enn og aftur hvers vegna hann er talinn einn besti grínisti allra tíma þegar hann steig á svið í „Saturday Night Live“ (SNL) um helgina.
Með sínum einstaka húmor, frásagnarfærni og hæfileika til að fjalla um viðkvæm málefni, hélt hann einhverja bestu einræðu sem sést hefur í þættinum en það er algengt að gestur þáttarins flytji stutta einræðu í upphafi þáttar.
Grín að Trump, Haítímönnum og Los Angeles-gróðureldum
Chappelle fór víða í þættinum en hann skaut fast á Donald Trump og ummæli hans um að flóttamenn frá Haíti þegar Trump sagðist hafa heyrt sögusagnir um að þeir ætu hunda og ketti á götum úti.
Ekki einu sinni gróðureldarnir í Los Angeles eru óhultir en Chapelle tekur það fyrir líka á sinn einstaka hátt.
Diddy fær á baukinn
Að lokum kom Chappelle sér að Diddy (Sean Combs) og gerði óspart grín að meintum vandræðum rapparans og svallveislum hans.
Frammistaða Dave Chappelle í „Saturday Night Live“ sýndi áhorfendum hvers vegna hann er talinn einn besti grínisti sögunnar.
Þátturinn, sem var eitt sinn ómissandi fyrir Bandaríkjamenn á laugardagskvöldum, má nú muna fífil sinn fegurri.
Hvort stórkostleg frammistaða Chapelle geri eitthvað til að auka áhorf mun koma í ljós en hægt er að horfa á einræðu Chapelle í spilaranum hér fyrir neðan.