Auglýsing

Southport morðinginn játar á sig morðin og tengsl við al-Kaída – Bresk yfirvöld sögðu tengslin upplýsingaóreiðu

Opinber rannsókn verður gerð á hrottalegri árás Axel Rudakubana sem myrti þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára og særði átta börn til viðbótar ásamt tveimur fullorðnum.

Morðin áttu sér dansnámskeiði í Southport í júlí síðastliðnum og vöktu þau mikinn óhug og reiði um allt Bretland.

Óvænt játning í réttarsal

Réttarhöld yfir Rudakubana hófust í Liverpool Crown Court í dag en það virtist koma öllum í opna skjöldu þegar hann játaði óvænt öll ákæruatriði.

Þau fela í sér þrjú manndráp, tíu tilraunir til manndráps, ólöglegan hnífaburð, framleiðslu á banvæna efninu rísíni og vörslu þjálfunarhandbókar hryðjuverkasamtakanna al-Kaída.

Rudakubana, sem var sautján ára gamall þegar árásin átti sér stað, hafði áður neitað sök en lagði öll spil á borðið í réttarsalnum í morgun.

Ákærður fyrir hryðjuverk og tengsl við al-Kaída

Lögreglurannsókn hefur leitt í ljós að Rudakubana var vel kunnugur breskum yfirvöldum.

Honum var gert að sæta forvarnameðferð gegn hryðjuverkum árin 2019 til 2021 á meðan hann var á aldrinum þrettán til fjórtán ára, sem hluti af „Prevent“-áætluninni sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir öfgahyggju.

Hann var dyggur stuðningsmaður al-Kaída samtakanna sem eru íslömsk öfgasamtök og ein þekktustu hrðyjuverkasamtök heims.

Harðorð gagnrýni á yfirvöld

Yvette Cooper innanríkisráðherra boðaði rannsóknina og sagði að fjölskyldur fórnarlambanna ættu rétt á svörum um hvernig þetta gat gerst.

„Engu að síður áttuðu þessir aðilar sig ekki á þeirri miklu hættu sem þessi einstaklingur skapaði,“ sagði hún og beindi orðum sínum til lögreglu og félagslegra yfirvalda.

Var einnig með banvænt eitur á sér

Fyrir utan manndráp og tilraunir til manndráps játaði Rudakubana að hafa haft í fórum sínum hættulegt rísín, eitur sem getur drepið fullorðna manneskju með skammti á stærð við títuprjónshaus.

Auk þess hafði hann, sem fyrr segir, aðgang að handbók hryðjuverkasamtaka.

Bresk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir að halda þessum upplýsingum leyndum vegna málsmeðferðarinnar en innanríkisráðherra sagði að það hafi verið nauðsynlegt til að tryggja réttláta dómsmeðferð.

Hnepptu fólk í varðhald til að viðhalda leyndinni

Bresk stjórnvöld hafa þó fengið enn frekari gagnrýni fyrir þessa skýringu en fjöldi fólks var handtekinn eftir að hafa sett færslur á samfélagsmiðla þar sem sagt var að Rudakubana væri íslamskur öfgamaður.

Breska lögreglan setti fólk í gæsluvarðhald fyrir slíkar færslur og kallaði það upplýsingaóreiðu á þeirri vegferð sinni að halda sannleikanum um Rudakubana leyndum.

Þykir málið minna um margt á kerfisbundna yfirhylminga breskra stjórnvalda á pakistönsku nauðgunarhópunum sem Nútíminn sagði frá fyrir stuttu.

Pakistanskir glæpahópar herjuðu á ungar hvítar stúlkur í Englandi – Yfirvöld vernduðu gerendur

Einnig vakti athygli sú aðferð sem notuð var af lögreglunni að birta eingöngu barnamyndir af Rudakubana en ekki handtökumyndina (svokallað mugshot) eins og venjan er, en myndin til vinstri var send til fjölmiðla meðan myndin til hægri var tekin af Rudakubana við handtöku.

Myndin til vinstri var send til fjölmiðla en myndin til hægri tekin við handtöku

Skelfing og áhrif á samfélagið

Árás Rudakubana hefur haft djúpstæð áhrif á samfélagið og kallað fram mikilvægar spurningar um árangur forvarnaráætlana og viðbúnað yfirvalda gagnvart einstaklingum sem sýna merki um ofbeldishneigð og öfgahyggju.

Rannsóknin mun skoða aðdraganda atburðanna og meta hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir slík atvik í framtíðinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing