Auglýsing

„Kynjafræði er vísindagrein“

Þorsteinn V. Einarsson, gjarnan kenndur við Karlmennskuna, hefur hafið störf á nýjum vettvangi en hann kennir nú kynjafræði við Menntaskólann í Kópavogi.

Þetta staðfesti Þorsteinn í samtali við Nútímann og tók vel í að svara nokkrum spurningum um nýja starfið.

„Jafnrétti ekki náð“

Á heimasíðu skólans er meðal annars í áfangalýsingu að honum sé ætlað að „vekja ungt fólk til vitundar um það að jafnrétti kynjanna er ekki náð og að það náist ekki án baráttu.“

Nútíminn spurði Þorstein hvað fælist í þessari lýsingu og hvort hægt væri að fá dæmi um hvað vantaði upp á að jafnrétti kynjanna næðis hér á landi.

Þorsteinn vísaði þessari tilteknu spurningu á skólameistara eða áfangastjóra og segist ekki hafa samið lýsinguna heldur væri „bara starfsmaður á plani.“

Nútíminn vildi vita hvort áfanginn sem um ræðir, kynjafræði, sé valáfangi eða hvort öllum nemendum beri skylda til þess að sitja hann.

Þorsteinn upplýsti að kynjafræði sé skylduáfangi í Menntaskólanum í Kópavogi, eins og í flestum framhaldsskólum landsins í dag.

Ekkert kennt sem hægt er að deila um

Blaðamaður spurði Þorstein út í fjölbreytileika nemenda sem sækja tíma hjá honum, hvort hann lendi á nemendum sem séu sammála honum í einu og öllu til jafns við nemendur sem eru ósammála honum að flestu leyti, og hvort það komi ekki fyrir að líflegar umræður myndist í kennslustundum.

Þorsteinn segir að vissulega skapist oft umræður en hann vill meina að þarna sé í raun ekki verið að kenna neitt sem hægt sé að vera ósammála um, enda kynjafræði bæði fræði- og vísindagrein að sögn Þorsteins.

Aðspurður um hvað nemendur þyrftu að veru búnir að læra í lok skólaárs til að hann væri sáttur sagði Þorsteinn að hann væri sáttur við önnina ef nemendur gerðu sér grein fyrir því að kynjafræði sé vísinda- og fræðigrein og einnig ef nemendur lærðu „kynjaða, gagnrýna hugsun.“

Þorsteinn bætir við að slíka hugsun skorti oft hjá þeim sem harðast gagnrýna greinina.

Nútíminn óskar Þorsteini til hamingju með nýja starfið.

Að neðan má sjá skjáskot af lýsingu kynjafræðiáfangans en einnig er hægt að nálgast hann á heimsíðu skólans hér.

Hér má sjá áfangalýsinguna

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing