Auglýsing

META neitar ásökunum um grófa pólitíska ritskoðun eftir að Trump tók við embætti

Samfélagsmiðlarisinn Meta hefur vísað kvörtunum frá notendum, þar sem því er haldið fram að þeir hafi verið neyddir til að fylgja samfélagsmiðla reikningum Donald Trump eftir að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna.

Samkvæmt talsmanni Meta, Andy Stone, sem sendi frá sér yfirlýsingu á X á miðvikudag, eru reikningum Trump, Melaniu Trump og varaforsetans JD Vance stýrt af Hvíta húsinu og innihald aðgangsins breytist þegar ný stjórn tekur við.

Það þýðir að þeir sem áður fylgdu forseta-aðgangi Joe Biden fylgdu sjálfkrafa Donald Trump þegar aðgangi forseta Bandaríkjanna er skipt yfir á Trump.

„Enginn var neyddur til að fylgja þessum opinberu aðgöngum á sjálfvirkan hátt með tilkomu nýrrar stjórnar,“ sagði Stone.

DV fjallaði meðal annars um málið þar sem sagt er frá alls kyns tæknilegum erfiðleikum á miðlum fyrirtækisins.

Hann benti á að sama ferli hefði átt sér stað við síðustu forsetaskipti, sem voru árið 2021.

Uppfærslum um að kenna

Stone bætti við að það gæti tekið tíma að vinna úr beiðnum um að fylgja eða hætta að fylgja aðgöngum meðan þessir sömu aðgangar breyta um nafn.

Þessu svaraði hann í kjölfar þess að fjöldi notenda hafði kvartað yfir því að geta ekki hætt að fylgja nýju stjórninni á miðlum fyrirtækisins.

Þessar grunsemdir vöknuðu vegna þeirra tengsla sem Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, hefur virst hafa við Trump undanfarnar vikur.

Zuckerberg sat við innsetningarathöfn Trump á mánudag og hefur einnig borðað með nýja forsetanum, skipað bandamenn hans, Dana White í stjórn META og hætti að notast við staðreyndavaktina svokölluðu.

Með þessu vonast META til að kveða niður allar kenningar um ritskoðun eða óeðlileg afskipti af aðgöngum fólks.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing