Auglýsing

Dyrabjöllumyndavél nær á myndband þegar lofsteinn lenti á gangstéttinni

Þau Joe Velaidum og Laura Kelly fóru í göngutúr seinasta sumar með hundinn sinn á Prince Edward Island í Kanada. Joe tók eftir taumi sem lá út á gangstéttina og stoppaði þar og tók hann upp og lagði til hliðar. Nokkrum mínútum síðar lenti loftsteinn nákvæmlega þar sem Joe hafði staðið og Ring myndavél náði atvikinu á myndband.

„Ég stoppa aldrei á þessum stað,“ sagði Joe við CNN um atvikið. „Þegar við sáum myndbandið áttuðum við okkur á því að ef ég hefði staðið þarna 2 mínútum seinna, hefði ég fengið loftsteininn í mig og örugglega ekki lifað það af.“

Nokkrum mánuðum eftir atvikið, eftir að hafa farið á rannsóknarstofu, var staðfest að það sem hafði lent þarna á gangstéttinni hafði í raun og veru verið loftsteinn. Hann hefur nú verið skráður í gagnagrunn og er geymdur á viðeigandi stofnun.

Sýnið sem hefur verið nefnt „Charlottetown“ eftir nærliggjandi borg – sker sig úr vegna meðfylgjandi myndbands, sem háskólinn í Alberta gaf út í síðustu viku. „Þó að dyrabjöllumyndbandið sýni lendingu loftsteinsins og er ekki það fyrsta sem hefur náðst á myndband, þá er það einstakt því það er tekið af mjög stuttu færi og er með hljóði  komu hennar sé ekki það fyrsta sem náðist á myndband, er það merkilegt vegna þess að atvikið var tekið á mjög stuttu færi og með hljóðupptöku,“ segir Dr. Chris Herd, prófessor í jarð- og loftslagsvísindum við háskólann í Alberta.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing