Síðan Donald Trump settist í forsetastólinn hefur bandaríska útlendingaeftirlitið (ICE) hert aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og hafið brottflutninga af krafti.
Samkvæmt nýjustu tölum hefur stofnunin nú yfir 1,4 milljón einstaklinga á skrá með endanlega brottvísun.
ICE hefur sérstaklega einbeitt sér að einstaklingum með sakaferil en er einnig með fólk á skrá sem kom inn í landið á ólöglegan hátt.
Aðgerðirnar hafa verið umdeildar, en stjórnvöld segja þær nauðsynlegar til að tryggja öryggi og lögmæta innflytjendastefnu landsins.
Samkvæmt lista frá stofnunni eru einstaklingar frá fjölmörgum löndum á listanum en meðal þeirra eru fimm íslenskir ríkisborgarar sem eiga yfir höfði sér brottflutning.
Ekki er vitað hverjir þessir einstaklingar eru eða hvort þeir séu á sakaskrá, komu ólöglega inn í landið eða hafa einfaldlega dvalið þar of lengi.