Fyrir ári síðan tilkynntu Samtök Uppgjafarhermanna í Bandaríkjunum (Veterans Association, VA) að þau myndu í fyrsta sinn fjármagna klínískar rannsóknir á notkun tveggja hugvíkkandi efna, psilocybin og MDMA.
Lyfjunum er ætlað að meðhöndla áfallastreituröskun (PTSD), þunglyndi og fíkn en þrátt fyrir miklar væntingar gæti tekið mörg ár áður en þessi lyf verða fáanleg í meðferð hjá samtökunum.
Þúsundir fyrrverandi hermanna sækja nú meðferðir með hugvíkkandi efni í löndum þar sem slík notkun er lögleg.
Hér á Íslandi verður haldin gríðarlega stór alþjóðleg ráðstefna um möguleika þessara efna í lok þessa mánaðar. Þar hafa boðað komu sína mörg af stærstu nöfnum þessara fræða á heimsvísu og ljóst að áhugamenn um hugvíkkandi efni mega alls ekki láta þann viðburð framhjá sér fara.
Fylgdu níu hermönnum í meðferðina
Í mars síðastliðnum fylgdi fréttateymi 60 mínútna níu bandarískum hermönnum til Vesturstrandar Mexíkó þar sem þeir tóku þátt í vikulangri meðferð með hugvíkkandi efnum í von um að ná árangri í baráttu við andlegum eftirköstum sem oft fylgja herþjónustu.
„Það var eins og opin sár í líkama mínum væru að gróa“
Einn þátttakendanna var TJ Duff, fyrrverandi meðlimur í sjóher Bandaríkjanna en hann lifði af sjálfsmorðssprengjuárás á herskipið USS Cole árið 2000.
„Ég hef reynt margt en ekkert virðist virka,“ sagði Duff, sem hefur glímt við sjálfseyðingarhvöt í kjölfar árásarinnar.
Annar þátttakandi, Randy Weaver, lögreglumaður í New York og fyrrverandi liðþjálfi í bandaríska hernum, hefur barist við PTSD síðan hann sneri heim úr stríði í Bosníu, Írak og Afganistan.
„Ég vona að þetta hjálpi,“ sagði Weaver, sem hefur prófað margar aðferðir, þar á meðal hugleiðslu og lyfjameðferð en án árangurs.
Meðferðin var skipulögð af samtökunum Heroic Hearts Project sem hafa veitt yfir 1.000 fyrrverandi hermönnum aðgang að hugvíkkandi efnum í meðferðarskyni.
Misjöfn viðbrögð við meðferð
Þátttakendurnir fengu tvær meðferðir með psilocybini og eina meðferð með öfluga ofskynjunarlyfinu DMT.
Reynsla hermannanna var misjöfn og sumir, eins og Michael Gardina, upplifðu mikið uppgjör á gömlum sárum og tilfinningum.
„Það var eins og opin sár í líkama mínum væru að gróa,“ sagði hann eftir meðferðina.
Weaver sagðist hafa fundið hugarró eftir að hafa endurupplifað áfall í meðferðinni, en Duff ákvað að hætta í meðferðinni þar sem hún hafði neikvæð áhrif á andlega heilsu hans.
Tæpu ári síðar lýstu átta af níu þátttakendum því yfir að einkenni þeirra hefðu batnað og sögðu upplifunina hafa verið breytt lífi sínui.
Weaver sagðist hafa losnað við sjálfsvígshugsanir og Ed Glover, fyrrverandi slökkviliðsmaður og meðlimur í sjóhernum, sagði að sjálfsvígshugsanir sem höfðu plagað hann daglega síðan hann hætti í hernum, væru horfnar:
„Það hefur ekki einu sinni hvarflað að mér síðan.“
Vara við sjálfsmeðhöndlun
Þrátt fyrir að VA vari sterklega við sjálfsmeðhöndlun með hugvíkkandi efnum, er stofnunin nú með níu klínískar rannsóknir á MDMA og psilocybini í gangi.
Bráðabirgðaniðurstöður lofa góðu og um 45% þátttakenda í einni rannsókn fóru í algjöran bata eftir meðferð.
Þrátt fyrir þetta gæti tekið nokkur ár þar til meðferðin verður aðgengileg í Bandaríkjunum.
Á meðan halda hermenn áfram að leita lausna upp á eigin spýtur í von um að endurheimta andlega heilsu sína.
Umfjöllu 60 Mínútna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.