Auglýsing

Meintir íslenskir notendur umdeildrar vefsíðu fjárkúgaðir

Nýlega var birtur listi yfir skráða íslenska notendur á vefsíðu sem þekkt er fyrir að hýsa bæði hefndarklám og efni með stúlkum undir lögaldri.

Nútíminn kýs að nefna ekki síðuna þar sem hún virðist enn vera virk.

Listinn inniheldur fjöldann allan af tölvupóstföngum sem skráð voru annaðhvort á síðunni sjálfri eða í svokölluðum Discord hópum tengdum henni.

Strax í kjölfarið hafa einstaklingar verið nafngreindir út frá listanum en illmögulegt virðist að skera úr um hvort rétt heimilisföng og upplýsingar séu þar á ferðinni.

Saklausum einstaklingum hótað

Þegar hafa komið fram dæmi um alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem eru taldir vera á listanum.

Einum aðila var hótað fjárkúgun ef hann greiddi ekki ákveðna upphæð en sá aðili var sagður vera með rekstur og starfsfólk í vinnu í tilteknu fyrirtæki en tveir notendur staðfestu að um starfsmann væri að ræða en ekki eiganda umrædds fyrirtækis.

„Með því að vera með hótanir um heimili þeirra og fyrirtækjarekstur er líklegt að þeir borgi.“

Hvorugur notandinn vildi tjá sig um hvernig þeir vissu deili á aðilanum en báðir sögðust vissir í sinni sök og að maðurinn sem hafi fengið hótunina væri saklaus af þeim ásökunum sem á hann voru bornar.

Í skjáskoti sem Nútíminn hefur undir höndum stendur að ef greiðsla berist ekki verði maðurinn opinberlega stimplaður sem „pedo“ en það er þekkt slangur fyrir barnaníðinga.

„Sæll. Er að gefa þér eða fyrirtækinu þínu 3 daga til þess að borga 350k annars fer húsið þitt og þessi (rekstur) í þinni eign upp í loga, ef það verður heyrt í lögreglunni eða slíkt heyri ég í fréttamiðlum um að (Nafn) eigandi ( nafn þess fyrirtækis sem um ræðir) er dæmdur barnaníðingur í augum samfélagsins.“

Jafnframt var hótað að kveikja í húsi hans og rekstri hans en þegar betur var að gáð reyndist annar aðili vera á bakvið tölvupóstfangið.

Aðilinn er sagður hafa gortað sig af því að hafa sent manninum sem um ræðir þessi skilaboð

Þetta fékkst staðfest frá fleiri en einum aðila innan hópsins og það er ekki erfitt að ímynda sér að aðila sem ekkert hafi til saka unnið myndi bregða að fá slíka hótun.

Einn þeirra setti einnig inn færslu inn í hópinn:
„Hérna mer finnst ekkert að þessu en mer finnst ekki í lægi að nefna fyrirtæki þarna þar sem ég þekki eigandann á staðnum mjög persónulega og gaurinn sem er verið að nafngreina er einungis starfsmaður þarna og eigandinn myndi aldrei líða svona lagað þessi gaur á ekkert í þessum stað og eigandinn er alls ekki sáttur við neitt af þessu og myndi aldrei líða svona og myndi láta starfsmanninn fjúka án tafar ef hann myndi frétta af þessu“

Annar af notendnunum sem sverja fyrir sakleysi mannsins sem hótað var

Ólöglegt efni inni á síðunni

Einn notandi sem segist hafa innsýn í starfsemi síðunnar lýsir því hvernig hún virkar:
Þetta er fólk sem er virkt í að hlaða niður myndum af (nafn síðu), skoða efni þaðan og fleira. Sumir hlaða upp efni, aðrir sækja það.
(Nafn síðu) er stútfullt af bæði hefndarklámi og efni með stelpum undir lögaldri.“

Annar notandi bendir á að þeir sem birtir hafa verið á listanum séu þegar í uppnámi og að nú sé kjörinn tími til að kúga út úr þeim fjármunin í skiptum fyrir þögn:
„Flestir af þessum dúddum eru örugglega í panikki núþegar, þannig að með því að vera með hótanir um heimili þeirra og fyrirtækjarekstur er líklegt að þeir borgi.“

Það er ljóst að afleiðingar þessa upplýsingaleka eru þegar farnar að birtast í formi fjárkúgunar og ógnana.

Þá vekur það áhyggjur að einstaklingar séu ranglega bendlaðir við síðuna sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir saklausa aðila.

Nútíminn veit til að mynda um að minnsta kosti eitt netfang þar sem um er að ræða aðila sem var að rannsaka síðuna vegna greinaskrifa fyrir fjölmiðil en Nútíminn hefur hluta listans undir höndum.

Enn á eftir að koma í ljós hvaða lagalegu viðbrögð verða við þessu máli og hvort yfirvöld muni aðhafast eitthvað vegna þess.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing