Auglýsing

Það sem vitað er um árásarmanninn sem framkvæmdi skotárásina í Svíþjóð

Að minnsta kosti 11 manns létust í skotárásinni í Örebro á þriðjudag en árásin er sú mannskæðasta í sögu Svíþjóðar.

Grunaður árásarmaður fannst látinn á vettvangi en hann var 35 ára, atvinnulaus maður með veiðileyfi, að sögn sænskra fjölmiðla.

Lögreglan hefur staðfest að árásarmaðurinn hafi ekki komið við sögu lögreglunnar áður og hafi ekki haft neina tengingu við glæpagengi.

Samkvæmt sænska ríkisútvarpinu SVT notaði hann veiðibyssu við árásina.

Árásin átti sér stað í skóla þar sem þeim er kennt sem ekki hafa lokið formlegri menntun eða þurfa að bæta einkunnir sínar til að komast í framhaldsnám.

Skólinn er staðsettur á háskólasvæði þar sem einnig eru skólar fyrir börn.

Ekki vitað um ástæðuna

Lögreglan hefur ekki fundið vísbendingar um að árásin hafi tengst hugmyndafræði eða hryðjuverkum.

Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, staðfesti á fréttamannafundi á þriðjudag að árásarmaðurinn hafi verið karlmaður.

Dagblaðið Aftonbladet ræddi við ættingja mannsins sem sögðu hann hafa verið einfara og haft lítil samskipti við fjölskyldu sína.

Byssueign í Svíþjóð

Skotárásin á sér stað á þeim tíma sem byssueign og vopnaðir glæpir eru mikið ræddir í Svíþjóð.

Þó að landið hafi háa skráða byssueign miðað við önnur Evrópulönd, aðallega vegna veiðimenningar ,þá eru ólögleg vopn sívaxandi vandamál í tengslum við glæpahópa.

Að minnsta kosti 30 sprengjuárásir áttu sér stað í janúar á þessu ári og maður sem brenndi kóraninn var tekinn af lífi í beinni útsendingu svo Svíar hafa miklar áhyggjur af framvindu mála.

Lögreglan vinnur nú að því að rannsaka athafnir árásarmannsins áður en ódæðið átti sér stað og mun birta frekari upplýsingar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing