Við heyrum æ oftar frásagnir af ofbeldi nemenda í grunnskólanum. Það beinist bæði gegn öðrum nemendum og kennurum. Menn virðast ráðalausir þegar kemur að þessu verkefni- að leysa málið.
Frásögn föður um það sem er í gangi í Breiðholtsskóla endurspeglar kannski afstöðu stjórnenda þegar kemur að ofbeldismálum, má helst ekki tala um það og úrræðaleysi mikið.
Sveitastjórnir eiga þar aðild að málinu.
Rannsóknin
Á síðasta þingi Kennarasambands Íslands var samþykkt að sambandið keypti vandaða og góða rannsókn á tíðni og eðli ofbeldis sem kennarar verða fyrir.
Oft er það þannig að ef kennari er beittur ofbeldi af hálfu nemenda þá hafa aðrir nemendur líka verið beittir ofbeldi.
Enn sem komið er hefur ekkert heyrst af þessari rannsókn sem átti að vera mjög víðtæk, til að fá gleggri mynd af aðstæðum.
„Önnur börn eiga ekki að líða fyrir þau fáu sem þurfa hjálpina“
Formaður KÍ sagði greinarhöfundi að málið væri hjá Vinnuumhverfisnefnd sambandsins sem færi með veg og vanda af þessari ákvörðun.
Hér er um vinnuumhverfi kennara að ræða, sem m.a. er karpað um í Karphúsinu.
Hefðu menn einhent sér í verkefnið að þingi loknu væru niðurstöður komnar.
Undanfarið
Í Skandinavíu hafa menn fylgst betur með ofbeldi gagnvart félagsmönnum kennarasambanda.
Reglulegar rannsóknir eru gerðar til að hægt sé að fylgjast með framvindu mála.
Ekkert hér.
Fyrir nokkrum árum fór óformlega könnun í loftið á vegnum Vinnuumhverfisnefndar sem sýndi svart á hvítu að ofbeldi þrífst hér í skólum.
Haldin var kynning fyrir ráðamenn sveitarfélaga, KÍ og fleirum, en af viðbrögðunum að ráða hafði það engin áhrif.
„Það er mikilvægt að taka á ofbeldinu, hjálpa þeim börnum sem beita því með öllum þeim ráðum sem sérfræðingar kunna“
Kennarar verða ekki bara fyrir ofbeldi af hálfu nemenda, samstarfsmenn og stjórnendur eru líka undir, t.d. einelti.
Það þarf einnig að rannsaka í sömu rannsókn.
Það verður að rannsaka málið
Ljóst er, í kjölfar aukinnar umfjöllunar um ofbeldi í grunn- og framhaldsskólum þarf að rannsaka málið.
Leyfi KÍ þingsins er fyrir hendi og því má spyrja, af hverju draga þeir lappirnar!
Danir fjalla mikið um ofbeldi í grunnskólum landsins. Dagblaðið Berlinske tidende sem hefur skrifað um málaflokkinn.
Rætt hefur verið við kennara sem hafa lent í slæmu ofbeldi. Í þessum frásögum blaðsins má sjá að um samskonar ofbeldi er að ræða og fjallað er um hér á landi, þegar má fjalla um það.
Það er mikilvægt að taka á ofbeldinu, hjálpa þeim börnum sem beita því með öllum þeim ráðum sem sérfræðingar kunna.
Önnur börn eiga ekki að líða fyrir þau fáu sem þurfa hjálpina.
Tökum nokkur dæmi
Þetta er ekki ný umræða eins og sjá má að dæmunum hér að neðan.
Aðeins er um brot af greinum og umfjöllunum að ræða. Vandinn eykst, ekki bara hér á landi heldur líka í löndunum í kringum okkur.
Hér má sjá að um 1700 nemendum í dönskum grunnskólum hefur verið vísað úr skóla.
Hér má lesa umfjöllum um framhaldsskólann á Suðurnesjum.
Hér má heyra viðtal við föður sem á barn í Breiðholtsskóla.
Hér má lesa eina af greinum greinarhöfundar frá 2018 þar sem vakin er athygli á auknu ofbeldi.
Hér má lesa grein frá 2022 frá Margréti Helgu.
Hér má lesa grein fyrrverandi formanns KÍ frá 2019.
Hér er ný grein frá skólastjóra um ormagryfjuna í skólastarfinu. Ástandið hefur versnað og þeir sem bera ábyrgðina virðast ekki hafa fundið lausnir til að taka á vandanum.
Hvar eru lausnir ríkisins og sveitarfélaganna sem bera ábyrgð?
Helga Dögg Sverrisdóttir,
M.Sc. M.Ed. og B.Ed.