Þá spilar Kennarasamband Íslands út næsta spili.
Nú er farið að lögum, og því má fagna. Engir foreldrar ættu að vera í vafa um að nú fara kennarafélögin rétt að.
Félagsdómur vísað kennurum inn á rétt braut. Þegar um svona mikil átök er að ræða er betra að virða lög, fyrir alla aðila.
Grunnskóla- og tónlistarkennarar og stjórnendur verða að þakka leikskólakennurum fyrir að draga vagninn í verkfallsaðgerðum, sannkallaðir dráttarklárar.
„Allir sem eiga börn vita að verkfall í leikskóla bítur meira en í grunnskóla“
Viðsemjandinn eru sveitarfélögin. Menn hafa velt fyrir sér af hverju sum sveitarfélög semja ekki bara við kennarana sína. Það er ekki svo einfalt.
Sveitarfélögin veittu samninganefndinni umboð sitt og það má ekki draga sig út úr því. Fullur stuðningur er af hálfu sveitarfélaganna við samninganefndina.
Þetta er sama kerfi og kennarafélögin hafa, umboðið er hjá KÍ og félögin draga sig ekki út úr því.
Leikskólarnir
Allir sem eiga börn vita að verkfall í leikskóla bítur meira en í grunnskóla.
Hafi foreldrar ekki vistunarúrræði fyrir þau yngstu þarf að kalla til t.d. ömmur og afa.
Ekki er hægt að treysta á eldri börn ef þau eru á heimilinu, því þau ganga í grunnskólann.
Sumir hafa ekki bakland og því eru orlofsdagar teknir út eða launalaust leyfi.
Verkfall kostar.
Þeir sem hafa aðra menntun en leikskólakennarann mega vinna og því geta leikskólastjórar deilt vistun barnanna sem jafnast niður yfir vikuna, mánuðinn eða mánuðina, allt eftir hve verkfall stendur lengi yfir.
Grunnskólarnir
Sennilega hafa grunnskólakennarar aldrei verið jafn ákveðnir að nota verkfallsvopnið eins og nú.
Fyrir fáum árum var ekki svo. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Yngri grunnskólakennarar hafa bæst við stéttina og muna ekki fyrri verkföll.
Hins vegar gera eldri grunnskólakennarar það. Eins og formaður Kennarasambands Íslands sagði, kennarar gefa ekkert eftir. Nú verður farið í harða baráttu.
„Margir taka sig saman, passa nokkur börn í einu til að aðrir komist í vinnu og skiptast þannig á“
Það er auðveldara að skilja grunnskólabörn eftir ein heima þegar þau hafa náð ákveðnum aldri og því finna foreldrar minna fyrir verkfalli í grunnskólanum.
En, nemandi verður af námi, sem er ekki gott. Hann verður líka af félagslegum tengslum við skólafélaga sem er heldur ekki gott.
Hvað skal gera
Þeir foreldrar sem verkfallið lendir á leita ýmissa leiða til að leysa málið.
Margir taka sig saman, passa nokkur börn í einu til að aðrir komist í vinnu og skiptast þannig á.
Á einstaka vinnustað geta foreldrar tekið barn sitt með, endrum og sinnum.
Maður heyrir af ýmsum lausnum. Börnum er flogið og ekið landshluta á milli til ömmu og afa, ættingja og vina.
Eitt er víst, foreldrar verða að bjarga sér á með sveitarfélögin koma ekki meira á móts við kennarastéttina.
Helga Dögg Sverrisdóttir, M.Sc. M.Ed. B.Ed.