Auglýsing

Þorgrímur Þráinsson svarar Karlmennsku-Þorsteini og Huldu fullum hálsi

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hefur svarað gagnrýni frá sálfræðingnum Huldu Tölgyes og kynjafræðingnum Þorsteini V. Einarssyni, sem gagnrýndu ummæli hans harðlega.

Í harðorðum pistli kölluðu Hulda og Þorsteinn Þorgrím meðal annars „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karlmann“ og sögðu hann ekki hafa erindi í umræðuna um þessi mál þar sem hann væri ekki menntaður fræðimaður.

Þorgrímur svaraði fullum hálsi í færslu á Facebook og lagði áherslu á að áratuga reynsla hans á vettvangi hefði mikið gildi.

Hann benti á að í Kastljósviðtalinu hefði hann að mestu leyti verið að vísa í bókina The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt, sem hann sagði ætti að vera skyldulesning fyrir alla sem vinna með börn og ungmenni.

„Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins og áratuga reynslu á vettvangi er ágætt að benda þeim á að ég er að mestu leyti að vitna í bók sem ætti að vera skyldulesning,“ skrifaði hann.

Þorgrímur hvatti þá sem efuðust um starf hans með ungmennum til að hafa samband við skólastjórnendur í þeim 160 skólum sem hann hefur heimsótt á þessu skólaári og spyrja út í viðtökur og áhrif hans.

Hann bætti einnig við að hann hefði persónulega reynslu af því að fylgjast með og takast á við athyglisbrest, kvíða, einhverfuróf og önnur geðheilbrigðismál í yfir 20 ár innan eigin fjölskyldu.

Hægt er að sjá færslu Þorgríms hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing