Í nýafstöðnum kosningum í Þýskalandi hefur AfD flokkurinn náð því að tvöfalda fylgi sitt frá því í síðustu kosningum.
Kanslaraefni AfD, Alice Weidel, sagði að flokkurinn hefið náð sögulegum úrslitum með um 20% atkvæða tvöfalt meira en áður.
Á sama tíma hafa aðrir flokkar sameinast um að halda AfD út úr stjórnarmyndun með því að hafn alfarið samstarfi við flokkinn.
Þetta samkomulag gerir það ólíklegt að AfD verði í næstu ríkisstjórn þar sem sá samstaða hefur verið skýr.
Möguleg ríkisstjórn rædd
Í sjónvarpsumræðum mættu leiðtogar flokkanna til að ræða niðurstöðurnar.
Friederich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), var ánægður með stöðuna, þar sem flokkurinn fær samkvæmt spám um 29% stuðning og Merz lítur svo á sig sem líklegan nýjan kanslara.
Hann endurtekur að í kosningabaráttunni hafi hann sagt að CDU myndi aldrei ganga í ríkisstjórn með AfD.
Þýska þjóðin kallar á breytingar
Á hinn bóginn bendir Weidel á að þjóðin sé nú að kalla eftir samstarfi milli CDU og AfD þar sem Þjóðverjar vilja breytingar.
„Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði hún og lagði áherslu á að breytingar væru nauðsynlegar.
Þó að AfD sé umdeildur flokkur, hefur hörð stefna hans í utanríkismálum skilað honum auknu fylgi.
SPD, sósíaldemókratar, fengu einungis 16.2 prósent atkvæða sem er versta útreið flokksins síðan í seinni heimsstyrjöld.
Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi geta tekið langan tíma, en Merz vonast til að klára þær fyrir páska.