Auglýsing

Sjónvarpsstöð í Frakklandi lokað fyrir að vera „of hægrisinnuð“ – Vekur upp spurningar um málfrelsi í Evrópu

Franski stjórnlagadómstóllinn hefur staðfest ákvörðun fjölmiðlaeftirlitsins Arcom um að loka hinni vinsælu sjónvarpsstöð C8.

Ástæðan er sögð vera að sjónvarpsstöðin hefur gerst sek um ítrekuð brot á mannréttindum og reglum um vernd barna.

Það var fréttastöðin Reuters sem greinir frá ástæðunni en Nútíminn sagði nýlega frá hárri upphæð sem fréttaveitan fékk frá USAID og var sögð til „félagslegrar mótunar.“

Pentagon greiddi Reuters 9 milljónir dala – Segja peninginn hafa farið í „félagslega mótun“

Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð hjá hægri sinnuðum stjórnmálamönnum í landinu sem segja hana skerða tjáningarfrelsi.

C8 er hluti af Canal+ fjölmiðlasamsteypunni sem er í eigu auðkýfingsins Vincent Bolloré.

Stöðin hættir útsendingum 1. mars, eftir að Arcom hafnaði því að endurnýja tíu ára útsendingarleyfi hennar og veitti það í staðinn annarri stöð.

Hægrið fordæmir ákvörðunina

Leiðtogi frönsku þjóðernishreyfingarinnar, Marine Le Pen, kallaði ákvörðunina „áhyggjuefni og sigur fyrir þá sem vilja skerða málfrelsi í landinu“.

Innanríkisráðherra Frakklands, Bruno Retailleau gagnrýndi hana einnig og sagði að þar hyrfi einn vettvangurinn fyrir hægri menn að tjá sig í sjónvarpi.

Ákvörðun franska dómstólsins kemur stuttu eftir harða gagnrýni á frelsi fjölmiðla og tjáningarfrelsis í Evrópu.

Varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, og auðjöfurinn Elon Musk hafa gagnrýnt slíkar aðgerðir sem árás á tjáningarfrelsi.

Þá vakti nýleg ræða Jd Vance mikla athygli þar sem hann gagnrýnir harðlega árás á málfrelsi í Evrópu.

JD Vance messar yfir Kristrúnu Frosta og Þorgerði Katrínu

Með milljónir áhorfenda á dag

Canal+ harmaði úrskurðinn og benti á að 400 starfsmenn og verktakar myndu missa vinnuna.

Í yfirlýsingu fyrirtækisins var lögð áhersla á að C8 nyti mikilla vinsælda með yfir níu milljónir áhorfenda á dag.

Undanfarin ár hefur fjölmiðillinn vakið athygli með umfjöllun sinni um innflytjendamál og að gefa aðilum rödd sem franska ríkissjónvarpið kýs að líta framhjá ekki síst stjórnmálamenn úr flokki Le Pen.

Sagnfræðingurinn Alexis Levrier sagði á að dómurinn byggði á fjölmiðlalögum frá 1986 sem væru barn síns tíma.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing