Auglýsing

Allsherjarverkfall kennara í pípunum

Fréttir af kennaradeildu KÍ og viðsemjenda eru ekki góðar. Ekkert skólastig, leik- grunn- og framhaldskóli er undanskilið né heldur tónlistarkennararnir og stjórnendur sem fljóta með.

Eðli máli samkvæmt er verkfall leikskólakennara verst fyrir foreldra sem þurfa önnur vistunarúrræði fyrir börn sín.

Nú velta menn vöngum, er allsherjarverkfall í pípunum!

Stál í stál

Kennaraforystan hefur sagt að kennarar gefi ekkert eftir. Allt í einu blandar forystusauður KÍ stjórnmálunum í deiluna, eftir útspil Heiðu Bjargar Hilmisdóttur.

Heiða Björg spilaði rassinn úr buxunum.

„Ætli formaður KÍ sé Samfylkingarmaður?“

Hún ein, í stjórn sambandsins, sagði já við miðlunartillögunni en ekki á þeim fundi sem hún var lögð fram til umræðu og atkvæðagreiðslu.

Hún kom með þessa yfirlýsingu, um að hún hefði sagt já, lítil ábyrgð í því.

Kynnti hún sér tillöguna?

Heiða Björg ætlaði sér að ganga í augun á kennurum og forystunni. Formaður KÍ lét plata sig. Hann vinnur að því að höggva sambandið niður á orðum Heiðu Bjargar.

Búa til pólitískan leik.

Ætli formaður KÍ sé Samfylkingarmaður?

Úbs, já, hann gaf út sem skjólastjóri að hann kjósi Dag sem borgarstjóra undir merkjum Samfylkingarinnar.

Harkan mun að lokum birtast í kosningu um allsherjarverkfall.

Formaður Kennarasambands Ísland segir að samningar þokist betur ef yfirvofandi verkföll svífa í loftinu. Ekki tekur ríkissáttasemjari undir það.

Brátt halda grunnskólakennarar upp á árs samningsleysi.

Kannski var vopnið þannig í gamla daga

Margir tala um að verkföll séu barn síns tíma. Nú séu menn færari að ná samkomulagi áður en allt fer fjandans til.

Horfum til Norðurlandanna, samningaviðræður þar eru nánast alltaf án átaka. Hversu oft hefur maður ekki heyrt um norræna módelið!

„Á meðan tónlistarkennarar hafa oftast einn nemanda hefur grunnskólakennari á annan tug nemenda, stundum með stuðningsfulltrúa og aðra kennara sér til aðstoðar“

Ekki vantar það, forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa farið víða um heim til að læra samningatækni í þeim tilgangi að auka hæfni og færni í samningaviðræðum. Sama með kennaraforystuna.

Akademias býður upp á námskeið í samningatækni, eins og segir í lýsingu ,, Á námskeiðinu er lögð áhersla á að skoða samningatækni út frá ólíkum sjónarhólum og þjálfa þátttakendur í að verða betri í samningatækni sem nýtist við ólíkar aðstæður.“

Brjóta upp samningana

Kennarastörfin sem verið er að semja fyrir eru ólík, reyndar mjög ólík.

Á meðan tónlistarkennarar hafa oftast einn nemanda hefur grunnskólakennari á annan tug nemenda, stundum með stuðningsfulltrúa og aðra kennara sér til aðstoðar.

Teymiskennsla er tískufyrirbærið í íslenskum grunnskólum í dag, þá eru nemendur 30-50 í einu rými með ákveðnum fjölda fullorðinna.

Leikskólakennarar eru með færri nemendur og með aðstoðarfólk, fyrir utan að sinna mun yngri börnum, 12 mánaða til fimm ára.

Leikskólakennarar hafa notið góðs af kjarasamningum grunnskólakennara með því að benda á að störfin séu ekki frábrugðin, sveitarfélögin hafa keypt það. Sitt sýnist hverjum um það.

Menntunarkafli grunnskólakennara

Grunnskólakennarar eiga menntunarkafla sem þeir gætu látið af hendi. Mörgum finnst hann óþarfur, öðrum ekki.

Kennarar hafa nýtt ákvæðið og farið til Sviss, Spánar, Ítalíu, Bandaríkjanna, Frakklands, Norðurlandanna og Póllands í fræðsluferðir.

Ferðaskrifstofur, t.d. Mundo, hafa séð ávinning í að bjóða upp á ferðir fyrir kennara.

Menntasjóður, sem er hluti af kjörum kennara, er notaður í svona ferðir.

Í kjarasamningi grunnskólakennarar kveður á um að kennari skuli sinna 102 klukkustunda starfsþróun yfir árið.

Á launum að sjálfsögðu og þessar stundir telja upp í langa sumarfríið, sem margir halda að sé ókeypis.

Oft bjóða skólarnir upp á fræðslu í þeim tilgangi að ná upp í þessa tíma. Fræðslan er í boði á tímabilinu 1-15. ágúst, allt eftir sveitarfélögum.

Breyting í skólakerfinu

Umræða hefur komið fram um breytingu á grunnskólakerfinu.

Í margbreytilegu samfélagi fækkar þeim sem hafa bakland t.d. þegar sumarleyfi grunnskóla hefst.

Mörgum þykir sumarfríið of langt og vilja miða við Norðurlöndin sem hafa 6 vikna sumarfrí, bæði fyrir grunnskólakennara og nemendur.

Sveitarfélögin þurfa að finna afþreyingu til að bjóða börnum upp á í löngu sumarfríi. Misjafnt eftir sveitarfélögum hversu vel er lagt í.

Ef sveitarfélögin keyptu breytingu á skólaárinu af grunnskólakennurum, væri hægt að bæta tveimur vikum við skólaárið.

Hægt að leika með hugmyndina að selja 80 klukkustundir í almenna kennslu í stað starfsþróunar. Þá hefðu grunnskólakennarar 22 klukkustunda starfsþróunarskyldu á ári.

Galli á gjöf Njarðar

Ef forysta KÍ ætlar að halda sig við að semja fyrir öll skólastig vandast málið.

Leikskólakennarar myndu ekki njóta góðs af þessu enda hafa þeir ekki þessa starfsþróunarskyldu á herðum sér.

Framhaldsskólinn er svo sér kafli, hann er á vegum ríkisins.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing