Gömul ummæli Ragnars Þórs Ingólfssonar, fyrrverandi formanns VR og nú þingmanns Flokks Fólksins, um háar starfslokagreiðslur hafa vakið athygli í ljósi þess að hann sjálfur fékk nýverið rúmar tíu milljónir króna í biðlaun frá VR.
Árið 2019 gagnrýndi Ragnar Þór harðlega starfslokasamning ríkislögreglustjóra og sagði slíka sérmeðferð embættismanna ólíðandi eins og Nútíminn sagði nýlega frá.
Gömul ummæli Ragnars Þórs rifjuð upp í ljósi 10 milljón króna biðlauna
En þetta er ekki í fyrsta sinn sem deilt er um háar starfslokagreiðslur innan VR.
Árið 2009 kom upp svipað mál er Gunnar Páll, fráfarandi formaður VR, fékk starfslokasamning upp á sjö milljónir króna.
Sú greiðsla vakti mikla umræðu um forréttindi verkalýðsforystunnar og spurningar um hvort þeir sem ættu að standa vörð um réttindi almenns launafólks væru í raun að hygla sjálfum sér.
Starfslokasamningur VR formanns árið 2009
Þegar upp komst um starfslokagreiðslu Gunnars Páls, fráfarandi formanns VR, árið 2009 var brugðist harkalega við innan verkalýðshreyfingarinnar.
„Hvernig getur verkalýðsforystan barist gegn ofurlaunum og starfslokasamningum þegar hún sjálf er verst í þessum efnum?“
Á sama tíma var fólk að missa vinnu í stórum stíl, og almennt launafólk fékk lítinn sem engan uppsagnarfrest, hvað þá sérstaka starfslokasamninga.
Í blogg færslu frá 28.mars 2009 fer Ragnar Þór sjálfur mjög hörðum orðum um þau háu biðlaun sem fráfarandi formaður naut.
„Fólk er algjörlega búið að fá upp í kok af þessu,“ sagði Ragnar Þór og fordæmdi starfslokasamning Gunnars Páls harkalega.
Samningurinn nam sjö milljónum króna og Ragnar benti á að slík sérkjör væru ósanngjörn gagnvart almenningi.
„Hvernig getur verkalýðsforystan barist gegn ofurlaunum og starfslokasamningum þegar hún sjálf er verst í þessum efnum?“ spurði Ragnar Þór í pistli sínum.
Hann kallaði eftir því að tími ofurlauna og sérmeðferðar væri liðinn.
Gilda þessi viðhorf ekki lengur?
Grein hans vakti mikla athygli og umræðu um hvort verkalýðsforystan væri að standa vörð um réttindi almenns launafólks eða hagnast sjálf á kerfinu sem hún segist berjast gegn.
Á sama tíma missti fjöldi fólks vinnuna án þess að fá neinar sérstakar greiðslur umfram uppsagnarfrest, á meðan forystumenn verkalýðshreyfingarinnar tryggðu sér háar starfslokagreiðslur.
Ragnar Þór sagði að slíkt væri ósættanlegt og krafðist breytinga á því hvernig fjármunum innan hreyfingarinnar væru ráðstafað.
„Verkalýðsforystan þarf að fara í alvarlega naflaskoðun,“ skrifaði hann.
Ragnar Þór kallaði þá eftir jöfnum leikreglum fyrir alla – spurningin er hvort sú krafa haldi enn í dag en nú er það Ragnar Þór sem þiggur starfslokagreiðslu sem margir telja óeðlilega.
Pistil Ragnars frá 2009 má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.