Auglýsing

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sakar FBI um yfirhylmingu vegna Epstein skjalanna

Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skrifað harðort bréf til Kash Patel, sem nýlega var skipaður forstjóri FBI, þar sem hún fer fram á tafarlausa afhendingu allra gagna sem FBI hefur um Jeffrey Epstein eigi síðar en kl. 8:00 þann 28. febrúar.

Í bréfinu fer Bondi yfir hvernig að hún hafi óskað eftir að fá öll gögn er varða Jeffrey Epstein afhend frá FBI um leið og hún tók við embætti dómsmálaráðherra, en hún hafi einungis fengið um 200 blaðsíður af skjölum. Bondi hafi þá ítrekað spurt FBI hvort að um væri að ræða öll gögn sem stofnunin hafði um Jeffrey Epstein og FBI hafi ítrekað staðfest að svo væri. Uppljóstrari á svæðisskrifstofu FBI í New York hafi síðan stigið fram og látið dómsmálaráðuneytið vita að FBI byggi yfir mun fleiri gögnum.

„FBI hefur lengi verið sakað um að hylma yfir með brotum Jeffrey Epstein og hefur Bondi sagt að það séu yfir 250 fórnarlömb í málinu“

Bondi nefnir að þegar hún ræddi við nýjan forstjóra FBI í gær hafi hann verið jafn hissa og hún á þessum nýju upplýsingum, en hann var skipaður fyrir viku síðan, og fer hún þess á leit við hann að framkvæma tafarlausa rannsókn á því hvers vegna FBI fór ekki að fyrirmælum hennar. Patel er ætlað að skila skýrslu til hennar um það innan 14 daga. Kash Patel hafði í aðdraganda skipunar sinnar talað mikið um að öllum steinum yrði snúið við innan FBI þegar hann tæki við og búast menn við að hann muni verða að fullu samvinnuþýður um að upplýsa þetta mál sem mikil leynd hefur hvílt yfir undanfarin ár.

FBI hefur lengi verið sakað um að hylma yfir með brotum Jeffrey Epstein og hefur Bondi sagt að það séu yfir 250 fórnarlömb í málinu. Búist er við að fyrsti skammtur af gögnunum verði opinberaður síðar í kvöld og hafa birst myndir á samfélagsmiðlinum X af sjálfstæðum fjölmiðlamönnum ganga út úr Hvíta húsinu með möppu sem inniheldur gögn um Epstein.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var búin að lofa að hann myndi opinbera öll gögn sem FBI hafði um Epstein og Bondi var fljót að bregðast við vilja hans. Nú styttist vonandi í réttlætið
fyrir öll fórnarlömb Epsteins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing