Auglýsing

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15.ágúst

Raftónlistardúettinn Autechre kemur fram á Íslandi þann 15. ágúst næstkomandi í Silfurbergi, Hörpu. Um er að ræða einstaka tónleikaupplifun þar sem myrkrið ræður ríkjum.

Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi. Þeir eru meðal áhrifamestu en jafnframt dularfyllstu nafna í raftónlistarsenunni í dag, og hafa byggt upp sérstöðu með tilraunakenndum hljóðheimum, mögnuðum taktfléttum og ófyrirsjáanlegri tónlistarsköpun. Nú eru þeir á einni umfangsmestu tónleikaferð sinni til þessa og hafa þegar komið fram víða um heim þegar þeir snerta niður á Íslandi.

Það sem gerir tónleika þeirra einstaka er að þeir fara fram í myrkvuðum sal, þar sem tónlistin fær að stjórna rýminu og skynfærin eru tekin á nýjar slóðir. Þetta verða tónleikar sem áhorfendur munu skynja frekar en sjá – hrá, óútreiknanleg og öflug upplifun sem fer lengra en hefðbundin tónlistarviðburður.

Autechre eru að fylgja eftir nýjustu útgáfu sinni, AE_2022–, sem inniheldur upptökur frá tónleikum víða um heim á árunum 2022–2024. Í desember síðastliðnum tóku þeir yfir BBC 6 Music Artist in Residence með fjögurra þátta DJ-seríu, sem endurspeglar fjölbreytileika ferils þeirra.

Miðasala er hafin á tix.is og harpa.is – tryggðu þér miða í tæka tíð!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing