Auglýsing

Yfirmanni New York deildar FBI vísað úr starfi – Sagður hafa komið í veg fyrir birtingu Epstein skýrslunnar

James Dennehy, yfirmaður FBI-skrifstofunnar í New York, var vísað úr starfi á mánudag.

Ríkissaksóknari Bandaríkjanna, Pam Bondi, gaf sterklega í skyn nýlega að höfuðstöðvar FBI í New York hefðu haldið eftir þúsundum skjala sem tengdust Jeffrey Epstein málinu svokallaða og svo virðist sem hún telji Dennehy ábyrgan fyrir þeim vinnubrögðum.

Birta átti skýrsluna fyrir stuttu en birtingin olli töluverðum vonbrigðum þar sem mikið vantaði í hana og mikilvæg atriði voru yfirstrikuð.

Hún sendi harðorða ályktun til forstjóra FBI, Kash Patel, þar sem hún krafðist svara um af hverju gögnin hefðu ekki verið gerð aðgengileg.

Bondi sagðist jafnframt ætla að reka þann einstakling sem bæri ábyrgð á leynimakkinu.

Segist ekki vita ástæðu uppsagnar

Dennehy, sem var skipaður í embættið af fyrrverandi forstjóra FBI, Christopher Wray, í september 2024, greindi samstarfsfólki sínu frá brotthvarfi sínu í tölvupósti sem Fox News Digital fékk í hendur.

„Mér var ekki gefin nein ástæða fyrir þessari ákvörðun,“ sagði Dennehy og upplýsti að hann hefði fengið tilkynningu síðastliðið föstudagskvöld um að hann þyrfti að leggja fram starfslokapappíra.

Í kveðjubréfi sínu til samstarfsmanna lagði Dennehy áherslu á að hann væri stoltur af því að hafa starfað með fólki sem „mun alltaf gera hið rétta af réttu ástæðum“ og „mun ávallt leita sannleikans og fylgja lögum og reglum.“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing